Gleði kennir krökkum talsetningu | Mannlíf

Gleði kennir krökkum talsetningu

Innlent

2 júní 2018

Stúdíó Sýrland heldur leiklistar- og talsetningarnámskeið fyrir börn fædd 2006 til 2011 í sumar, en á námskeiðinu verða kennd undirstöðuatriði í leiklist með áherslu á radd- og talþjálfun. Þá fá krakkarnir að kynnast því hvernig er að talsetja teiknimynd og fá að talsetja sitt eigið efni.

Meðal kennara er söng- og leikkonan Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, en hún er hokin af reynslu þegar kemur að talsetningu teiknimynda.

Margir kannast eflaust við hana úr stórmyndinni Inside Out þar sem hún túlkaði Gleði á eftirminnilegan hátt.

Þá má einnig heyra hennar fögru rödd í teiknimyndum eins og Finnboga og Felix og Diego. Þá hefur Sigríður tekið tvisvar þátt í Söngvakeppninni, leikið í verkum, t.a.m. Vesalingunum og Mary Poppins og kennt börnum söng og leik víða á höfuðborgarsvæðinu.

Með Sigríði í kennarahlutverkinu eru óperusöngvarinn Jón Svavar Jósefsson, sem hefur látið sig barnamenningu mikið varða síðustu ár, og Sölvi Viggósson Dýrfjörð sem er með sýningar eins og Billy Elliot, Bláa Hnöttinn og Slá í gegn á ferilskránni.

Mynd / Rakel Ósk Sigurðardóttir

Innlent

fyrir 25 mínútum

Vitna ítrekað í vafasama miðla

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is

Velkomin. Mannlíf notar vafrakökur. Sjá nánar.