Þriðjudagur 16. apríl, 2024
-1.9 C
Reykjavik

Gleði kennir krökkum talsetningu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stúdíó Sýrland heldur leiklistar- og talsetningarnámskeið fyrir börn fædd 2006 til 2011 í sumar, en á námskeiðinu verða kennd undirstöðuatriði í leiklist með áherslu á radd- og talþjálfun. Þá fá krakkarnir að kynnast því hvernig er að talsetja teiknimynd og fá að talsetja sitt eigið efni.

Meðal kennara er söng- og leikkonan Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, en hún er hokin af reynslu þegar kemur að talsetningu teiknimynda.

Margir kannast eflaust við hana úr stórmyndinni Inside Out þar sem hún túlkaði Gleði á eftirminnilegan hátt.

Þá má einnig heyra hennar fögru rödd í teiknimyndum eins og Finnboga og Felix og Diego. Þá hefur Sigríður tekið tvisvar þátt í Söngvakeppninni, leikið í verkum, t.a.m. Vesalingunum og Mary Poppins og kennt börnum söng og leik víða á höfuðborgarsvæðinu.

Með Sigríði í kennarahlutverkinu eru óperusöngvarinn Jón Svavar Jósefsson, sem hefur látið sig barnamenningu mikið varða síðustu ár, og Sölvi Viggósson Dýrfjörð sem er með sýningar eins og Billy Elliot, Bláa Hnöttinn og Slá í gegn á ferilskránni.

Mynd / Rakel Ósk Sigurðardóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -