Góð ráð fyrir gesti Iceland Airwaves | Mannlíf

Innlent

7 nóvember 2018

Góð ráð fyrir gesti Iceland Airwaves

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst í dag og stendur til 10. nóvember. Hér koma nokkur góð ráð fyrir þá sem ætla á hátíðina.

Settu símann til hliðar – Margt fólk er orðið upptekið af því að ná öllu sem á vegi þess verður á mynd eða myndband og birta á samfélagsmiðlum. Prófaðu að setja símann ofan í vasa eða tösku og reyndu að drekka í þig stemninguna án þess að upplifa tónleikana í gegnum skjáinn. Það nennir hvort sem er enginn að horfa á myndbönd í lélegum gæðum af tónleikum.

Góðir skór – Þetta segir sig sjálft. Það borgar sig að geyma óþægilegu spariskóna heima og klæðast heldur þægilegum skóm á hátíðinni enda þurfa tónleikagestir að ganga á milli tónleikastaða og standa mikið … og örugglega stíga nokkur dansspor.

Kynntu þér dagskrána – Ef þú vilt alls ekki missa af einhverjum tónleikum, borgar sig að skoða dagskrána og undirbúa sig vel. Skipuleggjendur Airwaves leggja áherslu á að tónleikar hátíðarinnar hefjist á réttum tíma og þá er mikilvægt fyrir gesti að mæta tímanlega. Þess má geta að hægt er að sækja smáforrit Airwaves og skipuleggja sig með því.

Skoðaðu veðurspána – Tónleikar hátíðarinnar eru haldnir á um 20 tónleikastöðum víða um bæinn. Það margborgar sig fyrir þá sem ætla að rölta á milli tónleikastaða að vita hvað veðurguðirnir munu bjóða upp á.

Mynd / Flickr Airwaves

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Innlent

fyrir 20 tímum

Plastskeiðar munu fljúga

Lesa meira

Innlent

fyrir 22 tímum

Gríman fellur

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is