Föstudagur 29. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Greindi sjálfa sig með heilsukvíða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áhrifamestu bækurnar.

Ásta Kristín Benediktsdóttir íslenskufræðingur er þessa dagana að leggja lokahönd á doktorsritgerð í íslenskum bókmenntum sem fjallar um hinsegin kynverund í skáldverkum eftir Elías Mar frá miðri 20. öld. Hún vinnur með texta flesta daga, prófarkales, skrifar, les, ritstýrir, gagnrýnir og kennir, en segist ekki hafa eins mikinn tíma til yndislestrar og hún vildi. Hana dreymir því um langt frí á eyðieyju með stafla af bókum.

„Þær bækur sem hafa haft mest áhrif á mig, burtséð frá því hvað mér finnst um þær í dag, las ég í æsku. Ég er einkabarn og ólst upp í sveit hjá afa og ömmu fyrir tíma Internetsins, sem var nú bara fyrir þremur áratugum síðan, og við áttum hvorki myndbandstæki né aðgang að fleiri sjónvarpsstöðvum en RÚV. Húsið var hins vegar fullt af bókum.

Af barnabókunum eru minnisstæðust verk Guðrúnar Helgadóttur, sérstaklega Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni. Guðrún hefur einstaka gáfu til að skrifa um erfiða hluti fyrir börn og ég held að það hafi hjálpað mér mikið í lífinu að lesa um Lása, pabbann og afann, fátæktina, sjóskaðann og alkóhólismann, svo ekki sé talað um þessar flottu stelpur sem eru í aðalhlutverkunum.

En ég las líka margt annað en barnabækur. Ég man vel þegar Reykjahlíðarættin kom út í þremur þykkum bindum – ég hafði lítinn áhuga á ættfræði en allar þessar myndir og allt þetta fólk … Og svo var það Heimilislæknirinn, grænar bækur í kassa sem geymdu lýsingar á öllum heimsins kvillum og hræðilegu sjúkdómum. Ég lærði snemma að greina sjálfa mig með þá flesta. Seinna las ég um fyrirbæri sem heitir heilsukvíði og áttaði mig á því að hann hefði ég líka – líklega varð hann til í sófanum heima þegar ég var átta ára.

Og svo var það Heimilislæknirinn, grænar bækur í kassa sem geymdu lýsingar á öllum heimsins kvillum og hræðilegu sjúkdómum. Ég lærði snemma að greina sjálfa mig með þá flesta.

Og jú, auðvitað hafa óteljandi bækur haft áhrif á mig á fullorðinsárum líka. Ég skal nefna eina: Skugga-Baldur eftir Sjón. Ég las hana fyrst haustið sem ég byrjaði í íslenskunámi í HÍ og hún var fyrsta bókin sem ég greindi ofan í kjölinn. Ég ræddi hana fram og til baka við vini mína og sá að eftir því sem á leið færðumst við fjær því að ná tökum á henni, hún stækkaði bara og stækkaði. Það er fátt meira heillandi en þannig bækur.“

Mynd / Bettina Vass Photography

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -