Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Grúska Babúska kemur fram á Glastonbury

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska hljómsveitin Grúska Babúska kemur fram á hinni heimsfrægu og virtu tónlistarhátíð Glastonbury Festival í júní 2019.

Hátíðin verður haldin 26.-30. júní og munu þær troða upp á Croissant Neuf sviðinu en listamenn á borð við Ed Sheeran hafa komið fram þar.

Grúskur munu ekki sitja auðum höndum þar til í lok júní. Framundan eru meðal annars heljarinnar útgáfutónleikar á Dillon þann 4.maí nk. þarsem Grúskur munu fagna útgáfu nýjustu plötu sveitarinnar Tor sem kom út á vegum Möller Records þann 1. september sl. Grúska Babúska mun einnig koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem verður haldin í júní. Næst á dagskrá eru hinsvegar tónleikar á Gauknum þann 3. apríl ásamt tónlistarkonunni MIMRA.

Hljómsveitin Grúska Babúska var stofnuð árið 2012 og hefur lengi vel verið fjölmennur listhópur. Nýlega hafa þó fjórar konur tekið við kjarnanum en þær eru: Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, Dísa Hreiðarsdóttir, Íris Hrund Þórarinsdóttir og Erla Stefánsdóttir.

Hljóðfæri Grúsku Babúsku samanstanda af röddum, syntha, gítar, bassa, píanó, melodicu, fiðlu, flautu, spiladós, trommu, töktum og slagverkum auk annara takt og hljóðtækja. Tónlistin færir áhorfandann og hlustandann inn í draumheim, oft gáskafullan og barnslegan, en á sama tíma dimman og þrunginn alvarleika.

- Auglýsing -

Grúska Babúska gaf út sína fyrstu plötu á usb babúbúsku-minnislykli árið 2013, með breska útgefandanum Static Caravan. Sama ár komu B-sides Grúska Babúska út. Árið 2015 gaf hljómsveitin út fimm myndbandsverk, en öllum myndböndunum var leikstýrt af ólíkum kvenkyns sjónlistamönnum. Nýjasta platan Tor, kom út í september 2018.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -