Öfgahópar, sem ala á hatri gagnvart minnihlutahópum, hafa fengið byr í segl á undanförnum árum og hefur skelfileg hryðjuverkaárás á Nýja-Sjálandi, þar sem 51 lét lífið og yfir 40 særðust, minnt okkur á að hatrið getur fest rætur í friðsælum litlum samfélögum.
Í skýrslum lögregluyfirvalda í bæði Evrópu og Bandaríkjunum hefur verið greint frá mikilli aukningu hatursglæpa og árása á minnihlutahópa. Gyðingahatur hefur farið vaxandi í Bandaríkjunum og einnig árásir á ýmsa minnihlutahópa og fólk af tilteknum kynþáttum, til dæmis svarta.
Eitt af af því sem áróðurinn víða á sameiginlegt, er að í honum birtast efasemdir um fjölmenningarsamfélagið og alþjóðavæðingu. Sumir virðast fyllast hatri og hræðslu við það eitt, að innflytjendur flytji inn í samfélög sem lengst af hafa verið fremur einsleit.
Ítarleg er fjallað um málið á Kjarninn.is og í nýjasta tölublaði Mannlífs.