Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Heimsmet í fallhlífarstökki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslensk kona sett nýtt heimsmet í fallhlífarstökki.

Íslensk kona, Þórhildur Valsdóttir er ein 60 kvenna úr liðinu „Women on Wings, (e. Konur á vængjum) sem settu nýtt heimsmet í hópfallhlífarstökki í Úkraínu á dögunum.

Þær stukku samtímis úr tveimur flugvélum í 18.000 feta hæð og mynduðu þrenns konar mynstur í frjálsu falli. Aldrei áður hefur svo stór kvennahópur afrekað slíkt stökk.

Þórhildur hefur stundað fallhlífarstökk síðan 1993 og var um tíma hluti af norska kvennalandsliðinu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún á þátt í að setja heimsmet. „Ég var valin í „open class“-liðið 2003 og hoppaði þá með strákunum. Árið 2006 tók það lið þátt í heimsmeti í Taílandi, alls 400 stökkvarar,“ segir hún.

Grein eftir Egil Pál Egilsson.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -