„Hér hef ég átt ævintýralegt líf“ | Mannlíf

Innlent

8 nóvember 2018

„Hér hef ég átt ævintýralegt líf“

Mats Wibe Lund heillaðist ungur af Íslandi og hefur í gegnum tíðina tekið ótal ljósmyndir af íslensku mannlífi og náttúru.

Þessa stundina stendur yfir ljósmyndasýning í Norræna húsinu eftir norska ljósmyndarann Mats Wibe Lund. Á sýningunni er 53 ljósmyndir sem Mats hefur tekið á yfir 60 ára ferli sínum sem ljósmyndari.

Í bókinni Frjáls eins og fuglinn rekur Mats feril sinn.

Ísland hefur lengi verið Mats hugleikið og á hann nú stórt safn mynda sem teknar eru hér á landi, jafnt af þéttbýlisstöðum sem og af flestum sveitabýlum og eyðibýlum á Íslandi.

Í inngangsorðum í bók hans segir meðal annars: „Ég tók ungur ástfóstri við Ísland og fluttist aðkominn hingað 1966. Hér hef ég átt ævintýralegt líf sem mig hefur lengi langað til að rifja upp og festa á blað.“

Mats kom fyrst til Íslands sumarið 1954. Hann rifjar upp þessa fyrstu heimsókn í bók sinni. „Það var mjög áhrifamikil stund þegar ég sá Öræfajökul rísa úr sæ í kvöldsólinni. Ég býst við að ég hafi þá þegar orðinn bergnuminn af landinu sem síðar átti eftir að verð heimili mitt í meira en hálfa öld.“

Mats hefur tekið afar fjölbreyttar myndir á ferli sínum.

Á sýningunni kynnir Mats einnig nýútgefna bók sína Frjáls eins og fuglinn þar sem ljósmyndaferill hans er rakinn í myndum og máli.

Þess má geta að ljósmyndasýning Mats í Norræna húsinu lýkur á sunnudaginn. Safnið er opið virka daga frá 14.00-18.00 og um helgar frá klukkan 10.00 til 17.00. Aðgangur á sýninguna er ókeypis.

Myndir / Af vef Mats Wibe Lund

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Innlent

fyrir 20 tímum

Plastskeiðar munu fljúga

Lesa meira

Innlent

fyrir 22 tímum

Gríman fellur

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is