Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Hlutur ríkisins í fyrirtækjum vel yfir 1.000 milljörðum: Vilja flokkarnir selja?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir hrun fjármálakerfisins hefur átt sér stað mikil umbreyting á íslenska hagkerfinu. Eitt af því sem gerst hefur er að eignir íslenska ríkisins – þar með talið eignarhlutir í fyrirtækjum – hafa margfaldast. Fylgja þessu einhver vandamál? Hvaða stefnu hafa stjórnmálaflokkarnir?

Sé horft til stefnu stjórnmálaflokkanna, þá er ekki mikill áhugi hjá þeim á því að selja eignir í þessum fyrrnefndu ríkisfyrirtækjum, þá helst hjá Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn. Aðrir flokkar hafa ekki haft það að stefnu að selja eignarhluti í þessum fyrrnefndu fyrirtækjum, hvorki bönkunum né öðrum.

Hins vegar er það engu að síður á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar, samkvæmt stjórnarsáttmála, að minnka eignarhluti ríkissjóðs í bönkunum.

Horft hefur verið til þess að selja Íslandsbanka að öllu leyti og að ríkið geti haldið eftir 30 til 40 prósenta eignarhlut í Landsbankanum en söluferli er ekki komið af stað og ólíklegt að það gerist á þessu kjörtímabili úr þessu.

Þó geta hlutirnir hreyfst hratt ef það finnst einhver áhugasamur kaupandi, eins og t.d. einn stóru bankanna á Norðurlöndunum.

Í Evrópu hafa bankar ekki mikið verið að kaupa aðra banka og stækka þannig þessi misserin og hingað til hefur ekki verið auðvelt að fá erlenda fjárfesta að íslenska bankakerfinu.

Þrátt fyrir að tvíhliða skráning Arion banka, á Íslandi og í Svíþjóð, hafi heppnast að mörgu leyti vel þá er samt ljóst af þeirri reynslu að undirbúa þarf vel sölu á bönkunum ef það á að gera það í gegnum skráningu á markað, og það er ekki heldur auðvelt að selja of mikið í einu með þeim hætti þar sem hætta er á því að það bitni á verðinu. Markaðsvirði Arion banka hefur frá skráningu verið töluvert fyrir neðan eigið fé, svo dæmi sé tekið, en það er nú um 150 milljarðar en eigið fé var í árslok 200,9 milljarðar króna.

- Auglýsing -

Pólitískt er því ekki mikill áhugi á því að losa um eignarhluti ríkisins í þessum fyrrnefndu fyrirtækjum, jafnvel þó að áhugi sé á því innan Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar en áhuginn er þó helst bundinn við bankanna.

Til þess að það geti orðið að veruleika þarf samþykki annarra flokka til og eins og mál standa nú er sala á eignum ekki á forgangslista Miðflokksins, Framsóknarflokksins, Pírata, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -