Föstudagur 29. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Langar að ganga Jakobsveginn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sólveig Baldursdóttir er myndlistamaður sem stundaði nám við skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 1980-82. Ásamt því stundaði hún nám við myndhöggvaradeild Det Fynske Kunstakademi á árunum 1983-1988. Einnig starfaði hún í stúdíó Nicoli í Carrara frá 1990-1994 þar sem hún vann að eigin verkum. Í dag starfar Sólveig í DAM-teymi Hvítabandsins á geðsviði Landspítalans og sér þar um skapandi starf m.a. á leirverkstæði og í sköpun og tjáningu. Við spurðum Sólveigu hvað væri helst á óskalistanum hennar.

Stóll eftir danska hönnuðinn Hans Wegner.

Hvað hefur þig alltaf dreymt um að eignast? „Mig hefur alltaf dreymt um að eignast vinnustofu með stórum gluggum, með útsýni yfir haf og fjöll.“

Hvaða stóll væri draumastóllinn þinn? „Það væri stóll eftir danska hönnuðinn Hans Wegner.“

Ef þú ættir að óska þér einhvers í fataskápinn þinn hvað væri þá efst á óskalistanum? „Ég væri alveg til í að eignast góðan, síðan leðurfrakka.“

Hvert myndir þú fara í ferðalag ef þú værir að fara í draumaferðina þína? „Ég myndi fara í mánaðarferðalag til Tíbet og síðan myndi ég ganga allan Jakobsveginn.“

Óskar þú þér einhvers í eldhúsið? „Já, ég hefði ekkert á móti því að hafa grænmetiskokk í eldhúsinu hjá mér alla daga.“

Stærsta óskin væri? „Að geta skilið eftir mig nokkur viskukorn sem barnabörnin geta leitað í þegar ég er farin.“

- Auglýsing -
Hallgrímskirkja.

Uppáhaldsborg? „London trúlega, hún er mjög nútímaleg en geymir einnig mikla sögu fyrri tíma. Þessir þættir blandast saman á mjög spennandi og skemmtilegan hátt í menningu, tónlist og myndlist t.d.“

Besta kaffihúsið? „Mokka stendur alltaf fyrir sínu.“

Fallegasti litur? „Akkúrat núna er það fölblár.“

- Auglýsing -

Fallegasti staðurinn á Íslandi? „Ætli ég segi bara ekki Skagafjörðurinn og Mývatnssveitin.“

Fallegasta bygging á Íslandi? „Það eru margar fallegar byggingar á Íslandi en ég er alltaf einstaklega hrifin af Hallgrímskirkju, hún er sterk, öðruvísi, ekki alltaf falleg en kemur manni sífellt á óvart í alla vega veðrum og vindum. Það er gott að sitja í kyrrðinni innandyra og njóta byggingarstrúktúrsins og gráu skugganna í mismunandi dýptum.“

Málverk eftir hvaða listamann væri á þínum óskalista? „Það væri málverk eftir Agnesi Martin.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -