Lof mér að falla búin að hala inn 38 milljónir | Mannlíf

Innlent

18 september 2018

Lof mér að falla búin að hala inn 38 milljónir

Kvikmynd Baldvins Z langvinsælasta kvikmynd landsins.

Íslenska kvikmyndin Lof mér að falla var langvinsælasta kvikmynd landsins í síðustu viku, aðra vikuna í röð. Tekjur myndarinnar um síðastliðna helgi voru rúmar 12.4 milljónir og samtals eru tekjur af Lof mér að falla orðnar tæpar 38 milljónir króna.

Ekkert lát virðist á vinsældum myndarinnar, enda hefur hún hlotið einróma lof gagnrýnenda og hrist rækilega upp í áhorfendum.

Næstvinsælasta mynd helgarinnar var spennu-geimverutryllirinn Predator, sem er ný á lista, en tekjur myndarinnar voru mun lægri en tekjur Lof mér að falla, eða rúmar 3.3 milljónir.

Mynd númer þrjú á íslenska bíóaðsóknarlistanum er síðan hrollvekjan The Nun, sem fór niður um eitt sæti á milli vikna.

Tvær nýjar myndir til viðbótar voru á aðsóknarlistanum í nýliðinni viku. Rómantíska gamanmyndin Little Italy fór beint í 12. sæti listans og í 14. sætinu er Sorry to Bother You.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Innlent

fyrir 16 tímum

Að velja að sjá ekki neitt

Lesa meira

Innlent

fyrir 20 tímum

Rappar á þremur tungumálum

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is