Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Lögreglumaðurinn vill 1,5 milljónir í miskabætur vegna orðalags

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglumaðurinn Aðalbergur Sveinsson, sem þrjár barnungar stúlkur hafa sakað um kynferðisbrot, krefst 1,5 milljóna króna í miskabætur frá Stundinni vegna orðalags í frétt um stöðu hans innan lögreglunnar, en móðir einnar stúlkunnar hefur gagnrýnt það harkalega að Aðalberg hafi ekki verið vikið úr starfi á meðan að málin voru rannsökuð. Frá þessu er sagt á vef Stundarinnar.

Aldrei vikið úr starfi

Það var Mannlíf sem sagði fyrst frá meintum brotum Aðalbergs með frásögn Halldóru Baldursdóttur og dóttur hennar, Helgu Elínar. Helga Elín sakaði Aðalberg um kynferðisbrot gegn sér í sumarbústaðarferð sem hún fór í með vinkonu sinni, Kiönu Sif Limehouse, sem þá var stjúpdóttir Aðalbergs. Málið var látið niður falla vegna ónægra sannanna og hefur Halldóra gagnrýnt ýmislegt við rannsóknina.

„Ríkislögreglustjóri brást dóttur minni“

Þá steig Kiana Sif einnig fram í Mannlíf og sakaði Aðalberg um kynferðisbrot, sem áttu sér stað að hennar sögn yfir nokkurra ára skeið þegar hann var stjúpfaðir hennar. Þriðja stúlkan, Lovísa Sól, steig svo fram í DV stuttu síðar og sagði Aðalberg hafa þuklað ítrekað á henni á árunum 2010 til 2011. Allar voru stúlkurnar barnungar þegar meint brot áttu sér stað. Aðalbergi var aldrei vikið úr starfi og starfar enn innan lögreglunnar.

„Kvöldið áður en ég sagði frá misnotaði hann mig í seinasta skiptið“

Notkun á orðinu nauðgun

Samkvæmt frétt Stundarinnar barst Diljá Sigurðardóttur, blaðakonu Stundarinnar, og ritstjórum Stundarinnar kröfubréf frá lögfræðingi Aðalbergs, í kjölfar fyrrnefndar fréttar um stöðu hans innan lögreglunnar. Málshöfðunarhótunin snýr að notkun á orðinu nauðgun, en í fyrirsögn fréttarinnar kom orðið nauðungarkærur fram. Því hefur verið breytt í kynferðisbrotakærur til að koma til móts við fyrrnefnt kröfubréf á meðan að málið væri skoðað lögfræðilega af hálfu Stundarinnar.

- Auglýsing -

„Það var gerð krafa um að þessar röngu ásakanir, sem er óumdeilt að eru rangar, væru leiðréttar og beðist opinberlega afsökunar á þeim. Auk þess var gerð krafa um að umbjóðanda mínum yrðu greiddar miskabætur. Ég hef ekki fengið nein svör frá blaðamanninum eða ritstjórn blaðsins. Ég reikna því með að það endi með því að blaðamanninum verði stefnt,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Aðalbergs.

Samkvæmt frétt mbl.is fengu forsvarsmenn Stundarinnar sólarhring til að bregðast við efni bréfsins og að í bréfinu segi enn fremur að „að þeim tíma liðnum sé áskil­inn rétt­ur til þess að höfða dóms­mál á hend­ur [blaðamann­in­um] án frek­ari viðvör­un­ar“.

„En það er svarað með þögninni. Í minni sveit var ákveðin kurteisi að svara erindum sem manni voru send, hvort sem manni líkaði erindin eður ei. Það vantar greinilega upp á það á þessum bænum,“ segir Vilhjálmur.

„Réttarkerfið á Íslandi er til háborinnar skammar“

- Auglýsing -

Tæki til þöggunnar

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóri Stundarinnar, segir í frétt mbl.is að orðalagi í fréttinni hafi verið breytt til að sýna sanngirni, en að forsvarsmenn Stundarinnar hafi ekki talið rétt að bregðast við innihaldi kröfubréfsins að öðru leyti.

„Okk­ur fannst eitt­hvað rangt við [kröf­ur lög­reglu­manns­ins] og okk­ur fannst við ekki getað orðið við því að greiða hon­um him­in­há­ar fjár­hæðir eða biðja hann af­sök­un­ar,“ seg­ir Ingi­björg Dögg og bætir við að Aðalbergi hafi verið gefinn kostur á að koma sinni hlið á framfæri í Stundinni.

„Hann fékk fullt tæki­færi til þess að tjá sig við vinnslu frétt­ar­inn­ar en valdi að skella á blaðakon­una þegar hún hringdi í hann.“

Þá bætir Ingibjörg Dögg við að verið sé að nota stefnur sem slíkar sem tæki til þöggunnar að hennar mati.

„Það er sorg­legt að þetta skuli vera staða fjöl­miðla, að þurfa statt og stöðugt að vera að standa í þessu. Í þessi dóms­mál fara pen­ing­ar sem hefðu ell­egar nýst til að styrkja rit­stjórn­irn­ar, þeir renna frá fjöl­miðlun­um í vasa lög­manna. Þannig að það er verið að nota stefn­ur sem tæki til þögg­un­ar vegna þess að þeir vita að litl­um fjöl­miðlum blæðir.“

Ekkert embætti tekur ábyrgð

Halldóra Baldursdóttir, móðir Helgu Elínar, fyrstu stúlkunnar sem steig fram og sagði sína sögu af Aðalbergi, sendi erindi til nefndar um eftirlit með lögreglu þar sem hún vildi að rannsókn málsins væri skoðuð. Gagnrýndi hún meðal annars að mál stúlknanna þriggja hefðu ekki verið rannsökuð saman, að lögreglumanninum hefði ekki verið vikið úr starfi á meðan á rannsókn stóð og að ummæli sakborningsins hefði ekki verið borin undir Helgu Elínu. Í niðurstöðum nefndarinnar, sem bárust Halldóru og fjölskyldu hennar þann 25. júní síðastliðinn, er erindi hennar sem snýr beint að óvandaðri lögreglurannsókn vísað frá.

Gagnrýni á rannsókn lögreglu vísað frá: „Mikil vonbrigði”

Þegar að málið kom upp sendi Halldóra póst á þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríksson. Hann vísaði erindingu á Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra. Í samtali við Mannlíf lýsti Halldóra þeirri tilfinningu sinni að ríkislögreglustjóri hafi brugðist henni og dóttur hennar, þar sem hann vildi „ekkert fyrir okkur gera.“

Haraldur Johannessen hefur ekki viljað svara spurningum Mannlífs persónulega um þetta mál. Samkvæmt yfirlýsingu frá embætti ríkislögreglustjóra fór embættið þess á leit við ríkissaksóknara að fá afhent rannsóknargögn málsins til þess að unnt væri að taka ákvörðun um hvort leysa skyldi lögreglumanninn frá embætti um stundarsakir eða að fullu. Ríkissaksóknari hafnaði erindi Embættis ríkislögreglustjóra með vísan til heimildarskorts í lögum. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sagði hins vegar í samtali við Stundina að ríkissaksóknari hafi sent „ríkislögreglustjóra allar upplýsingar um málið vegna fyrirhugaðrar ákvarðanatöku hans um það hvort veita ætti viðkomandi lögreglumanni lausn frá störfum.“

Stefán Eiríksson starfaði sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins meðan á rannsókn málsins stóð. Stefán kveðst ekki hafa fylgst með umfjöllun um málið og neitar að tjá sig um það við blaðamenn Mannlífs.

Segist ekki hafa brugðist dóttur Halldóru

Dómsmálaráðherra svaraði á Facebook

Mannlíf óskaði eftir viðtali við Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, um málið fyrir stuttu. Hún gaf ekki kost á viðtali þar sem hún var í sumarfríi. Í yfirlýsingu sem Halldóra sendi frá sér í kjölfar úrskurðar nefndar um eftirlit með lögreglu skoraði hun á dómsálaráðherra að beita sér í málinu. Nefnd um eftirlit með lögreglu fer ekki með ákæruvald, en Halldóra skoraði einnig á ráðherra að bæta úr því:

„Ef nefndina skortir lagaheimildir til að geta beitt sér af fullri í hörku málum er varða öryggi almennings gagnvart lögreglu og eftirliti með lögreglu, þá skorum við á dómsmálaráðherra að bæta úr því.“

Ráðherra svaraði þeirri áskorun á Facebook-síðu sinni og skrifaði meðal annars að nefnd um eftirlit með lögreglu hefði allar nauðsynlegar heimildir „lögum samkvæmt til að taka kvartanir og kærumál til ítarlegrar skoðunar og tryggja þannig virkt eftirlit með störfum lögreglunnar og fyrirkomulagi málsmeðferða.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -