Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Meiri umferð en minni bílasala í mars

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það sem af er ári hefur umferðarþungi aukist um höfuðborgarsvæðið sem nemur 3,3 prósentum. Bílasala hefur hins vegar dregist saman. Ferðalög erlendis geta haft áhrif.

Gríðarlegur fjöldi Íslendinga dvaldi erlendis hluta úr marsmánuði sem getur verið ein af útskýringum þess að dregið hefur úr bæði bílasölu og aukningu í umferðinni.

Sé rýnt í nýútgefnar tölur frá Vegagerðinni má sjá að umferð um höfuðborgarsvæðið jókst um 2,9 prósent í mars milli ára. Þetta er mun minni aukning en í fyrra en þá nam hún 15 prósentum í sama mánuði.

Séu fyrstu þrír mánuðir ársins teknir saman nemur aukningin 3,3 prósentum sem er sömuleiðis heldur minni aukning en í fyrra.

Þessi aukning er hins vegar í takt við það sem gerst hefur í mars síðustu tólf ár, þar sem aukningin hefur að jafnaði verið í kringum þessi þrjú prósent.

Síðustu fimm ár skera sig hins vegar úr. Aukningin hefur verið helmingi meiri, eða heil sex prósent. Það virðist því vera að við séum komin yfir mestu sprengjuna í aukningu á umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu.

Tugþúsundir Íslendinga voru á faraldsfæti og nutu lífsins á skíðum eða sundlaugarbökkum erlendis. Eðlilegt er að um hægist ef ástandið er slíkt.

Umferðin er mest á höfuðborgarsvæðinu á miðvikudögum en minnst á sunnudögum. Hún hefur hins vegar aukist milli ára á sunnudögum en dregist mest saman á föstudögum. Enda nennir enginn að vera fastur í umferð á föstudagseftirmiðdegi.

Sömu fréttir er að segja af bílasölu í nýafstöðnum marsmánuði en samdráttur varð upp á tæp 12 prósent miðað við mars 2017. Sé litið til fyrsta ársfjórðungs ársins er salan hins vegar nær sú sama og í fyrra, rúmlega 4.600 bílar.

Af þessum tölum má ráða að jafnvægi sé að færast yfir bílamarkaðinn. Þetta er í takt við það sem er að gerast á húsnæðismarkaðnum eftir mikla uppsveiflu síðustu ár. Hins vegar á eftir að taka inn einn veigamikinn þátt þegar tölurnar eru skoðaðar. Öll bílastæði við Keflavíkurflugvöll voru yfirfull um páskana. Tugþúsundir Íslendinga voru á faraldsfæti og nutu lífsins á skíðum eða sundlaugarbökkum erlendis. Eðlilegt er að um hægist ef ástandið er slíkt. Vaknar þá spurningin hvort markaðurinn taki óvæntan kipp nú þegar vélarnar eru lentar aftur heima og bílastæðin tóm.

- Auglýsing -

Aðalmynd: Fjörutíu prósent nýskráðra bíla á fyrstu fjórum mánuðum ársins eru bílar seldir til bílaleiga. Það eru um 1.800 nýir bílaleigubílar sem flestir leysa eldri bíla af hólmi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -