Miðflokkurinn orðinn fjórða hjól ríkisstjórnarinnar? | Mannlíf

Innlent

7 febrúar 2019

Miðflokkurinn orðinn fjórða hjól ríkisstjórnarinnar?

Athyglisverðar sviptingar hafa átt sér stað undanfarna daga á Alþingi. Bergþór Ólason, einn af Klaustursliðum er hættur sem formaður umhverfis-og samgöngunefndar og í staðinn er kominn Jón Gunnarsson, þingmaður sjálfstæðisflokksins. Reyndar neitaði hann fyrir að hann væri næsti formaður nefndarinnar í gær, þó annað hafi komið á daginn í morgun.

Þessi innáskipting þykir merkileg fyrir þær sakir að Jón er þingmaður úr ranni ríkisstjórnar og Bergþór sat sem formaður sem fulltrúi minnihlutans. Samið var um að minnihlutinn fengi formennsku í þremur nefndum en nú á hann aðeins tvær.

Miðflokkurinn hafði hins vegar aðra kosti – skipta manni inn á, eða velja formann úr hinum minnihlutaflokkunum. Það var ekki gert og er býsna merkilegt.  Af hverju að velja Jón? Er furðuhlýtt milli þessara flokka miðað við að þeir starfa ekki saman í ríkisstjórn? Þá má geta þess að Miðflokkurinn kýs með samgönguáætlun, sem er áætlun ríkisstjórnarinnar.

Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, tvítaði um þessar sviptingar:

Sjá einnig: Bergþór Ólason stígur til hliðar

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Innlent

fyrir 13 tímum

Alls ekkert fyrir aumingja

Lesa meira

Innlent

fyrir 15 tímum

Hægfara umbætur

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is