Missti fótanna í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu | Mannlíf

Innlent

Missti fótanna í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

„Þetta er í rauninni hálfleikur. Þessi niðurstaða Hæstaréttar og í raun með hvaða hætti endurupptökunefndin og saksóknarinn settu þetta upp er hneisa, að mínu mati. Þau höfðu tækifæri til að laga málið allt saman og hreinsa allt málið en þau fóru bara hálfa leið,“ segir Sigursteinn Másson um niðurstöðuna í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Hann telur, þrátt fyrir að fimmenningarnir hafi verið sýknaðir í Hæstarétti, að málinu sé enn ólokið.

Árið 1996 hóf Sigursteinn gerð heimildamynda um málið eftir að einn sakborninganna, Sævar Ciesielski, bankaði óvænt upp hjá honum eitt kvöldið. Þessi heimsókn átti eftir að vera afdrifarík, bæði hvað málið varðar og hann sjálfan. Við gerð þáttanna gerði geðröskun í fyrsta skipti vart við sig og markaði sjúkdómurinn djúp spor í lífi hans næstu árin á eftir.

Sigursteinn gerir upp Guðmundar- og Geirfinnsmálið og baráttu sína við geðhvörf í ítarlegu viðtali við Mannlíf sem kemur út í fyrramálið.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Vinsæl íslensk og vegleg tímarit

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu