Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
9.5 C
Reykjavik

Myrkur fram undan í ferðaþjónustu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðilar í ferðaþjónustu eru margir hverjir uggandi um þessar mundir vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða sem beinast að ferðaþjónustufyrirtækjum.

Ef marka má upplýsingar sem greiningardeild Arion banka gaf út í byrjun vikunnar er svigrúm til launahækkana ekki í takt við kröfur verkalýðshreyfingarinnar. Þar kemur fram að útlit sé fyrir að erlendum ferðamönnum muni fækka á þessu ári, sérstaklega á fyrsta ársfjórungi.

Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir í samtali við Mannlíf að svigrúmið í greininni sé ekki neitt. „Rekstrarumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja er erfitt fyrir. Þá er ég að tala um gengismálin, og flugreksturinn hefur verið í járnum og svo bætast þessar launakröfur ofan á erfiðleikana sem eru fyrir. Það er mjög alvarleg staða uppi í dag,“ útskýrir hann.

…og flugreksturinn hefur verið í járnum og svo bætast þessar launakröfur ofan á erfiðleikana sem eru fyrir.

Skapti segir jafnframt að hann hafi miklar áhyggjur af stöðunni sem hefur verið að dragast upp í veitingabransanum á höfuðborgarsvæðinu. „Hljóðið í veitingamönnum er á þá leið að það þurfi að draga saman seglin og segja jafnvel upp starfsfólki til að mæta þessu.“

Samkeppnishæfni Íslands versnar

Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, tekur í sama streng. Hann segir að lítið svigrúm sé til launahækkana hjá fyrirtækinu. „Miklar hagræðingaraðgerðir hafa verið unnar á síðustu tveimur árum vegna versnandi rekstrarumhverfis. Mikið hefur verið dregið úr framboði dagsferða þar sem tap hefur verið á þeim. Með hækkandi launakostnaði munum við þurfa að fækka enn frekar í framboði okkar þar sem enn fleiri ferðir verða ekki arðsamar í rekstri. Þetta myndi leiða til uppsagna starfsmanna,“ segir hann en árið 2017 var rúmlega 300 milljón króna tap á rekstri Kynnisferða.

Ljóst er að vinnustöðvanir á næstu vikum munu hafa mjög neikvæð áhrif á bókanir erlendra ferðamanna til landsins

Björn bendir á að aukinn fjöldi hópferðabíla á erlendum númerum sé að koma til landsins, með erlendum bílstjórum sem fái greitt samkvæmt erlendum kjarasamningum.  „Illa hefur gengið að koma í veg fyrir þetta og má búast við að þetta aukist þar sem samkeppnishæfni þeirra batnar,“ segir hann og bætir við alvarlegur í bragði: „Nú er að hefjast aðalbókunartímabilið fyrir komandi sumar og samstarfsaðilar okkar erlendis fylgjast náið með stöðu mála. Ljóst er að vinnustöðvanir á næstu vikum munu hafa mjög neikvæð áhrif á bókanir erlendra ferðamanna til landsins.“

- Auglýsing -

Björn segir rekstur fleiri ferðaþjónustufyrirtækja hafa verið erfiðan á síðustu árum og samkeppnishæfni landsins farið versnandi vegna mikilla launahækkana á undanförnum árum. „Með enn frekari launahækkunum sem þurfa að endurspeglast í hærra verði mun samkeppnishæfni okkar versna enn frekar sem getur orðið til þess að mikil fækkun verði á erlendum ferðamönnum til landsins,“ útskýrir hann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -