Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

„Nándin við föður ekki síður mikilvæg“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Feður yfir fimmtugu.

Björn með börnunum sínum Birtu, 18 ára, Loga, 13 ára, Birnu, 7 ára, og Ástu, 4 ára.

Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar og Dósent við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, er 58 ára og á fjögur börn á aldrinum 4-18 ára. Hann er einstæður faðir en segist svo heppinn að eiga tvær góðar barnsmæður. Björn er einn af fjórum mönnum úr Félagi eldri feðra sem eru í viðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs.

„Ég var mjög seinn að læra það hvernig maður býr til börn og var fertugur þegar fyrsta barnið fæddist. Það varð gríðarleg gleði að eignast loksins barn. Sýnin á tilgang lífsins breyttist í einu vetfangi og þróaðist síðan áfram í rétta átt. Ég var 54 ára þegar yngsta dóttirin fæddist og það var ekki síður yndislegt en þegar sú fyrsta fæddist. Ég hef alltaf verið „eldri faðir“ og forgangsröðun föðurhlutverksins og umhyggju fyrir börnum eykst bara með aldrinum,“ segir Björn sem á börnin Birtu, 18 ára, Loga, 13 ára, Birnu, 7 ára, og Ástu, 4 ára.

„Ég tók fæðingarorlof vegna fyrstu þriggja barnanna. Þegar fjórða barnið fæddist þá hafði fæðingarorlofsstyrkur verði skorinn mjög mikið niður, eftir efnahagshrunið, svo að ég tók í staðinn út allt sumarleyfi sem ég átti inni til tveggja ára, og fékk þannig tæplega þriggja mánaða fæðingarorlof án mikillar tekjuskerðingar.“

Hann segir að forgangsröðunin breytist í lífinu með hækkandi aldri. „Rúmlega fertugur flutti ég heim til Íslands eftir meira en tveggja áratuga búsetu erlendis, búinn að klára doktorspróf, sinna alþjóðlegum vísindastörfum og búinn að skrifa þær helstu bækur sem ég vildi skrifa. Þá þegar var manni orðið ljóst að foreldrahlutverkið er mikilvægara en starfsframinn. Ég tel að að mörgu leyti betra að vera kominn á þenna aldur með ung börn. Einna helst vegna þess að þegar menn eru yngri freistast þeir ef til vill til að forgangsraða öllu hinu sem menn vilja gera, og þá sérstaklega starfsframa eða þess að afla fjármuna fyrir fjölskylduna, sem er að vísu mjög skiljanlegt.“

Samfélagslegir fordómar
Björn segist finna sérstaklega fyrir miklum stuðningi og hvatningu meðbræðra sinna og nánustu fjölskyldu við því að vera faðir á þessum aldri. „Yndislegt fólk. Móðirin hefur auðvitað alveg einstakt og náið samband við ungbarnið fyrstu 1-2 árin, hún hefur jú gengið með barnið og gefur því brjóst, hlutverk sem við karlmennirnir tökum seint að okkur. En varðandi umönnun barna sem eru orðin eldri en þetta þá er nándin við föðurinn ekkert síður mikilvæg. Ég hef fundið fyrir fordómum í þá átt að karlmenn almennt séu ekki jafn mikilvægir foreldrar og konur. Að heimili föðurins sé nokkurskonar helgar-heimili, að hann sé helgar-pabbi og föður fjölskyldan helgar-fjölskylda, en að móðirin sé aðalforeldrið, með aðalheimilið og aðalfjölskylduna. Margir í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og bara almennt í þjóðfélaginu virðast hafa óskaplega gamaldags sýn á föðurhlutverkið. Báðar barnsmæður mínar eru sem betur fer vel upplýstar hvað þetta varðar, við hugsum fyrst og fremst um vellíðan barnanna þegar tökum ákvarðanir um umgengni og slíkar ákvarðanir geta tekið breytingum eftir aðstæðum.“

Björn segist alltaf hafa sofið frekar lítíð og hafi í gegnum tíðina oft fundið fyrir þreytu, inn á milli. „Þetta hefur lítið breyst síðastliðna áratugi. Það er auðvitað mjög krefjandi að vera foreldri smábarna og smábarnaforeldrar eru almennt oft þreyttir, skiljanlega svo. En þetta er kærleiksvinna, maður sér ekki eftir einni sekúndu. Ég mæli eindregið með að menn eignist börn, almennt. Og ekki verra að gera það þegar menn hafa tekið út starfsframa og hafa forgangsraðað tíma sínum betur. Föðurhlutverkið gefur mér möguleikann á að gefa kærleika og umhyggju. Óborganlegt,“ segir Björn og bætir hlægjandi við að lokum: „Svo máttu taka það fram að fyrirspurnir um hjúskaparstöðu og aðra einkahagi eru velkomnar á samfélagsmiðlinum Facebook.“

- Auglýsing -

Viðtalið við Hallgrím Helgason.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -