Óljóst hvort lögreglan verður vopnuð | Mannlíf

Innlent

16 júní 2018

Óljóst hvort lögreglan verður vopnuð

Ekki liggur fyrir hvort lögregla verði vopnuð á hátíðahöldum í miðborginni í Reykjavík á 17. júní.

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði í samtali við RÚV á sínum tíma að ekki væri verið að auka vopnaburð lögreglu heldur gera sérsveit ríkislögreglustjóra sýnilegri á stórum samkomum.

„Lögreglan upplýsir ekki um öryggisráðstafanir á stórum viðburðurm, svo sem 17. Júní, fyrirfram. En sérsveit og lögreglan hafa alltaf aðgang að vopnum og hafa alltaf haft,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í skriflegu svari til blaðamanns Mannlífs, aðspurður um öryggisráðstafanir í tengslum við hátíðahöldin í borginni á þjóðhátíðardag.

Sérsveit lögreglustjóra var ekki vopnuð í borginni á síðasta ári í tengslum við þjóðarhátíðardaginn, þrátt fyrir heilmiklar varúðarráðstafanir. Athygli vakti þegar hún var sýnilega vopnuð þegar Color Run fór fram 10. júní í fyrra. Á meðan á hlaupinu stóð var mörgum götum jafnframt lokað og til þess notaðir stórir flutningabílar svo önnur ökutæki kæmust ekki fram hjá.

Landsmenn eru óvanir því að sjá vopnum búna lögreglumenn á Íslandi og mörgum var því brugðið. Ríkislögreglustjóri sagði í fyrra að gripið hafi verið til þessara varúðarráðstafana í kjölfars nýs áhættumats greiningardeildar ríkislögreglustjóra vegna hryðjuverkaárása í Manchester og í London í Bretlandi í fyrra.

Árásin í Manchester var gerð á tónleikum söngkonunnar Ariönu Grande í maí þegar maður sprengdi sig í loft upp. Í árásinni létust 22 tónleikagestir og tugir særðust. Í júní óku svo þrír menn sendiferðabíl á gangandi vegfarendur á London Bridge á 80 kílómetra hraða. Þegar yfir brúna var komið fóru þeir út úr bílnum og réðust á fólk við Borough Market. Sjö létust í árásinni og 48 særðust.

„Lögreglan upplýsir ekki um öryggisráðstafanir á stórum viðburðum, svo sem 17. júní, fyrirfram. En sérsveit og lögreglan hafa alltaf aðgang að vopnum og hafa alltaf haft.“

Í kjölfarið var gripið til varúðarráðstafana í mörgum Evrópuríkjum og gerði greiningardeild ríkislögreglustjóra nýtt áhættumat í skugga ofbeldisins. Þjóðáröryggisráðið kom saman hér og ræddi um viðbúnað og vopnaburð lögreglu á fjöldasamkomum. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði í samtali við RÚV á sínum tíma að ekki væri verið að auka vopnaburð lögreglu heldur gera sérsveit ríkislögreglustjóra sýnilegri á stórum samkomum. Ekki náðist í Harald í tengslum við vinnslu þessarar fréttar.

Áhættumatið sem gert var eftir árásirnar í Bretlandi náði yfir viðburði í miðborginni og á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur verið uppfært síðan þá. Ásgeir Þór segir í raun ekkert hafa breyst í þeim efnum frá því í fyrra en vill ekki segja nákvæmlega í hverju það felst.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Innlent

fyrir 18 tímum

Plastskeiðar munu fljúga

Lesa meira

Innlent

fyrir 20 tímum

Gríman fellur

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is