Öll aukningin til RÚV | Mannlíf

Innlent

11 september 2018

Öll aukningin til RÚV

534 milljón króna aukning á framlögum til fjölmiðla fer öll til RÚV og ekki er gert ráð fyrir framlögum til að styrkja rekstur einkarekinna fjölmiðla.

Í nýbirtu fjármálafrumvarpi fyrir árið 2019 kemur fram að framlag ríkissjóðs til fjölmiðlunar muni hækka um 534 milljónir króna á milli ára, eða um 12,8 prósent. Breytinguna má rekja til 175 milljón króna hækkunar á framlagi til RÚV vegna sjóðs sem ætlað er að kaupa efni frá sjálfstæðum framleiðendum hérlendis og 360 milljón króna hækkunar á framlagi til RÚV „í samræmi við tekjuáætlun um innheimtar tekjur af útvarpsgjaldi.“

Í frétt Kjarnans um málið kemur fram að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráð-herra, hafi unnið að tillögum um aðgerðir í fjölmiðlamálum sem í eigi að felast að styrkja rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla og að hún hafi síðastliðinn föstudag kynnt tillögurnar á ríkisstjórnarfundi. Þær hafa þó ekki verið gerðar opinberar og ekki er sjáanlegt að gert sé ráð fyrir sérstökum útgjöldum vegna þeirra í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í morgun.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Innlent

fyrir 16 tímum

Að velja að sjá ekki neitt

Lesa meira

Innlent

fyrir 20 tímum

Rappar á þremur tungumálum

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is