Opnað fyrir innsendingar á lögum í Söngvakeppnina | Mannlíf

Opnað fyrir innsendingar á lögum í Söngvakeppnina

Innlent

20 september 2018

Leita til reyndra lagahöfunda til að semja helming laganna.

RÚV hefur nú opnað fyrir innsendingar á lögum í Söngvakeppnina 2019. Sú breyting verður á vali laga í keppnina að leitað verður til reyndra og vinsælla lagahöfunda til að semja hluta laganna en auk þess verður valið úr innsendum lögum eins og síðustu ár. Alls munu tíu lög taka þátt í keppninni sem haldin verður í febrúar og mars á næsta ári.

Danshöfundurinn Lee Proud hefur verið ráðinn sem listrænn stjórnandi keppninnar en Samúel J. Samúelsson verður tónlistarstjóri eins og síðast.

Á vef RÚV er haft eftir Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, aðstoðardagskrárstjóra RÚV sem situr í framkvæmdastjórn keppninnar, að hún bindi vonir við að með nýju fyrirkomulagi verði lögin í keppninni fjölbreyttari og sterkari. „Keppnin stækkar frá ári til árs og við höfum verið gríðarlega ánægð með þróun hennar. Í ár ákváðum við að breyta fyrirkomulaginu og við teljum að það skili fjölbreyttari, skemmtilegri og enn betri lögum,” segir hún.

Lagahöfundar geta sent lög í Söngvakeppnina 2019 á vefinn, songvakeppnin.is. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 22. október. Í byrjun janúar verður tilkynnt hvaða lög taka þátt í þessum stærsta sjónvarpsviðburði ársins. Í tilkynningu frá RÚV eru allir laga- og textahöfunda, sem vilja hvattir til að taka þátt í Söngvakeppninni 2019 og halda áfram að móta tónlistarsögu Íslands með því að senda inn sitt lag. Höfundum er sérstaklega bent á að Söngvakeppnin snýst um fjölbreytni. Allar tegundir tónlistar eru boðnar velkomnar.

Keppnin er, eins og allir vita, forkeppni Íslands fyrir Eurovision og mun sigurvegarinn verða fulltrúi Íslands á sviðinu í Tel Aviv næsta vor.

Innlent

fyrir 4 tímum

Geðveikir vinnustaðir

Lesa meira

Innlent

fyrir 5 tímum

WOW nær samkomulagi

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is

Velkomin. Mannlíf notar vafrakökur. Sjá nánar.