Pólitísk líf Sigmundar búin | Mannlíf

Innlent

7 desember 2018

Pólitísk líf Sigmundar búin

„Eins og kötturinn í tunnunni sem allir vilja berja á,“ segir fyrrverandi þingmaður um þingmenn Miðflokksins í Klaustursupptökunum.

Fyrrverandi þingmennirnir, Karl Garðarsson ritstjóri og fréttastjóri, og Róbert Marshall fjölmiðlamaður telja Sigmund Davíð búinn með sín pólitísku líf eftir Klausturshneykslið.

Þetta sögðu þeir m.a. í Ritstjórunum á Hringbraut. Karl telur að Gunnar Bragi og Bergþór Ólason geti haldið áfram á þingi en þeir séu rúnir trausti, eins og Sigmundur Davíð. Engir úr öðrum flokkum munu hafa áhuga á að vinna meira með þeim. Útskúfunin bíði þeirra.

„Þessir menn eru orðnir eins og kötturinn í tunnunni sem allir vilja berja,“ segir Róbert og telur Miðflokkinn og Flokk fólksins fjara út sama hvað.

Karl telur þó að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, muni á endanum græða á því að hafa rekið Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason úr flokknum, fólk muni muna það við næstu kosningar að hún hafi hreinsað til og gengið rösklega fram.

Höfundur / Linda Blöndal

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Innlent

fyrir 16 tímum

Að velja að sjá ekki neitt

Lesa meira

Innlent

fyrir 20 tímum

Rappar á þremur tungumálum

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is