Reykjavíkurdætur tilnefndar til evrópskra tónlistarverðlauna | Mannlíf

Innlent

24 september 2018

Reykjavíkurdætur tilnefndar til evrópskra tónlistarverðlauna

Í þriðja sinn sem íslenskir listamenn eru tilnefndir til verðlaunanna.

Hljómsveitin Reykjavíkurdætur hefur verið tilnefnd til tónlistarverðlaunanna Music Moves Europe Forward, sem veitt eru af Evrópusambandinu. Reykjavíkurdætur eru tilnefndar ásamt þremur öðrum flytjendum í flokknum rapp/hip hop, en tveir flytjendur í hverjum flokki hljóta verðlaunin sem verða afhent á Eurosonic-tónlistarhátíðinni í Hollandi 19. janúar 2019. Alls eru 24 listamenn tilnefndir og verðlaunin verða veitt í sex flokkum.

Þetta er í þriðja sinn sem íslenskt tónlistarfólk er tilnefnt til verðlaunanna. Of Monsters and Men hlutu þau 2013 og Ásgeir Trausti 2014. Listinn yfir verðlaunahafa er mikilfenglegur en meðal þeirra sem hlotið hafa verðlaunin síðastliðin ár eru Adele, Lykke Li, Disclosure, Mumford & Sons, Damien Rice, Katie Melua, Todd Terje, MØ og Hozier.

Verðlaunin koma í stað EBBA-verðlaunanna sem síðan 2003 hafa árlega verið veitt efnilegasta tónlistarfólki álfunnar. Í yfirlýsingu frá dómnefnd kemur fram að tilgangur verðlaunanna sé að veita upprennandi tónlistarfólki, sem fangi hljóm Evrópu dagsins í dag og morgundagsins, viðurkenningu. Verðlaunin eigi ennfremur að örva dreifingu tónlistar þvert á landamæri og vekja athygli á fjölbreytninni sem blómstri í evrópskri tónlistarmenningu.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Innlent

fyrir 16 tímum

Að velja að sjá ekki neitt

Lesa meira

Innlent

fyrir 20 tímum

Rappar á þremur tungumálum

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is