Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Reynt að bjarga íslensku fjölmiðlalandslagi frá algjörri einsleitni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrir mánaðamót er von á frumvarpi sem ætlað er að stuðla að bættu rekstrarumhverfi ritstýrðra íslenskra fjölmiðla sem miðla fréttum, fréttatengdu efni og mikilvægu samfélagslegu hlutverki í samráðsgátt stjórnvalda.

Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði, hefur undanfarna mánuði unnið að því að reikna út kostnað við mismunandi sviðsmyndir þessu tengdu. Heimildir Kjarnans herma að þeir útreikningar hafi meðal annars snúist um hvort næði tilgangi frumvarpsins betur, að greiða einkareknum fjölmiðlum styrki úr ríkissjóði eða gera þeim kleift að fá hluta ritstjórnarkostnaðar endurgreiddan. Niðurstaðan er sú að dreifing þeirrar upphæðar sem til stendur að greiða til fjölmiðla sem frumvinna fréttir er mjög sambærileg í báðum leiðum. Því er líklegt að endurgreiðsluleiðin verði ofan á.

Það munu ekki allir fjölmiðlar geta fengið endurgreiðslur vegna ritstjórnarkostnaðar, verði frumvarpið að lögum óbreytt. Í því verða ströng skilyrði um t.d. rekstrarsögu til að koma í veg fyrir að nýir aðilar geti stofnað fjölmiðil og farið samstundis fram á greiðslur úr ríkissjóði, um gegnsæi eignarhalds og að öll opinber gjöld séu í skilum, svo fátt eitt sé nefnt.

Drög að frumvarpinu liggja fyrir og næsta skref er að Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynni það í ríkisstjórn og fái þar staðfestingu á boðuðum stuðningi við það. Í kjölfarið verður frumvarpið að öllum líkindum lagt fram til samráðs.

Tilgangurinn er að bjarga fjölbreytni í íslensku fjölmiðlalandslagi.

Nánar á vef Kjarnans og í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -