Miðvikudagur 27. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Rjóminn í tævanskri kvikmyndagerð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tævanskir kvikmyndadagar verða haldnir í Reykjavík dagana 8.-24. mars. Boðið verður upp á úrval spennandi mynda þar sem stormasöm saga Tævan og fjölbreytt menningararfleifð verða í forgrunni.

 

Stjórnmál og spilling, ólík trúarbrögð, umhverfismál og kynusli eru á meðal viðfangsefna mynda sem verða sýndar á Tævönskum kvikmyndadögum sem fara fram í Reykjavík dagana 8.-24. mars.

Stofnandi og listrænn stjórnandi kvikmyndadaganna, Aephie Chen, segir að öllu verði tjaldað til á hátíðinni en hún er haldin á Íslandi og Bretlandi í fyrsta sinn. „Þetta eru í raun alls konar myndir, allt frá gráglettnum gamanmyndum upp í hugljúfar fjölskyldumyndir sem taka á ýmsum umfjöllunarefnum. Sum hafa verið sérstaklega í deiglunni í Tævan, á meðan önnur hafa alþjóðlegri skírskotanir. Þrátt fyrir breiddina má segja að rauði þráðurinn í gegnum alla hátíðina sé sá að þarna er verið að gefa gleymdum stöðum og yfirgefnu fólk rödd.“

Sum hafa verið sérstaklega í deiglunni í Tævan, á meðan önnur hafa alþjóðlegri skírskotanir.

Tævanskir kvikmyndadagar eru samstarfsverkefni FilmTaiwan og Menningardeildar Umboðsskrifsstofu Tævan, en þeir eru haldnir hér á landi í samstarfi við StockFish Film Festival, Bíó Paradís og Iðnó menningarhús við Reykjavíkurtjörn. Aephie segir að markmiðið sé meðal annars að koma hæfileikafólki í tævanskri kvikmyndagerð á framfæri með dagskrá sem inniheldur bæði klassískar og nýjar óháðar kvikmyndir.

Aephie Chen er bresk kvikmyndagerðarkona sem fæddist í Tævan en býr nú í London og er stofnandi og listrænn stjórnandi fyrstu Tævönsku kvikmyndadaganna í Bretlandi og á Norðurlöndunum. Ljósmyndari / Ingvar Haukur Guðmundsson.

Frumkvöðlum sé gert hátt undir höfði og sömuleiðis kvenkynsleikstjórum en meira en helmingi myndanna er leikstýrt af konum. Þá munu nokkrir leikstjóranna gera sér ferð til landsins til að vera viðstaddir hátíðina, stýra málstofum eða sitja fyrir svörum að loknum sýningum á myndum sínum.

Kolféll fyrir íslenskum húmor

- Auglýsing -

En af hverju að halda hátíðina hér? „Við völdum Ísland, og reyndar Bretland líka, af einfaldri ástæðu. Báðar þjóðir státa af ríkri sagnahefð og óháðri kvikmyndagerð, rétt eins og Tævan sem er eina mandarínskumælandi ríki heims þar sem kvikmyndagerð og listir eru ekki ritskoðaðar. Fyrir utan það þá tengist ég sjálf Íslandi persónulegum böndum þar sem ég er gift íslenskum manni og hef verið mikið hér síðustu ár og átta mig á hvað Tævan og Ísland eiga margt sameiginlegt, til dæmis þegar kemur að kvikmyndagerð.“

Aephie segist reyndar vera yfir sig hrifin af íslenskum myndum og noti hvert tækifæri til að horfa á þær þegar hún er á landinu

Ég kolféll bara alveg fyrir hinni íslensku svörtu kómedíu sem þið mynduð kannski flokka sem drama.

„Ég kolféll bara alveg fyrir hinni íslensku svörtu kómedíu sem þið mynduð kannski flokka sem drama og mér finnst oft eins og einhver hlýja einkenni myndirnar ykkar. Til dæmis fannst mér Englar alheimsins ótrúlega falleg og áhrifarík mynd. Sömuleiðis Mamma Gógó, en það er svolítið fyndið að þegar ég sá hana í kvikmyndahúsi í Tævan grunaði mig ekki að þremur árum síðar ætti ég eftir að taka þátt í skipulagningu tævanskrar kvikmyndahátíðar á Íslandi og Bretlandi,“ segir hún og hlær.

- Auglýsing -

Meira en bara bíó

Boðið verður upp á úrval spennandi mynda á hátíðinni.

Nú kveðst Aephie hlakka mikið til að sjá hvernig íslenskir áhorfendur og gagnrýnendur munu taka tævönskum myndum. Hún bendir á að fyrir utan sýningarnar á hátíðinni verði svo auðvitað margt fleira í boði, meðal annars kokteilar og te, en tævönskum tegerðarmanni hafi verið flogið séstaklega hingað til að útbúa fyrsta flokks te og te-koteila fyrir landsmenn. Hún hvetur alla áhugasama til að kynna sér dagskrá hátíðarinnar betur, en hana megi nálgast á vefsíðunum www.bioparadis.is og www.filmtaiwan.or

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -