Þriðjudagur 23. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

„Rokkbransinn er svo karllægur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Af fingrum fram í tíu ár.

Jón segist alltaf hafa reynt að hafa kynjahlutföllin í lagi í þættinum, þótt eðli rokkbransans geri honum erfitt um vik með það.

Tónleikaröð Jóns Ólafssonar Af fingrum fram verður á dagskrá í Salnum í Kópavogi í vetur tíunda árið í röð. Þar fær Jón til sín þekkta íslenska tónlistarmenn, spjallar við þá um feril þeirra og þeir flytja nokkur lög. Í vetur verða þrjár söngdívur í sviðsljósinu auk sjö karla, en Jón segist alltaf hafa reynt að hafa kynjahlutföllin í lagi, þótt eðli rokkbransans geri honum erfitt um vik með það.

„Rokkbransinn er svo karllægur,“ segir hann afsakandi. „Eða var það sérstaklega á árum áður og þar sem tónleikarnir ganga í flestum tilfellum út það að rifja upp langan feril í bransanum er valið enn þrengra. Ég hef reynt í gegnum árin að hafa hlutföllin sem jöfnust og stundum hafa konurnar verið fjórar til fimm af tíu viðmælendum. Það er ekki alveg svo gott hlutfall í ár en þessar þrjár dívur, Selma Björns, Ragga Gísla og Emiliana Torrini, hafa ekki verið hjá mér í Salnum áður þannig að ég er mjög ánægður að hafa náð í þær allar.“

Eins og allir vita byrjaði prógrammið Af fingrum fram sem sjónvarpsþáttur á RÚV en síðan 2008 hefur það verið í formi tónleika í Salnum. Jón segir það form gefa miklu meira svigrúm, bæði meiri tíma og meira frelsi til að kafa dýpra í sögu viðmælenda. Í flestum tilfellum standi prógrammið yfir í tvo tíma, en lendi hann á flugi með viðmælandanum geti teygst úr því.

„Þetta er líka afslappaðra form en í sjónvarpi, engar myndavélar og ekkert stress þannig að ef eitthvað er eru viðmælendurnir enn einlægari en í þáttunum“

„Þetta getur farið upp í allt að þriggja tíma prógramm með góðum viðmælanda,“ útskýrir hann. „Þegar Magnús Þór Sigmundsson var hjá mér vorum við að frá hálf níu til nærri tólf um kvöldið, það var bara svo margt sem þurfti að taka fyrir. Svo það eru ekki ströng tímamörk á þessu öfugt við í sjónvarpinu þar sem allt þarf að vera niðurnjörvað, klippt og skorið. Þetta er líka afslappaðra form en í sjónvarpi, engar myndavélar og ekkert stress þannig að ef eitthvað er eru viðmælendurnir enn einlægari en í þáttunum.“

Meðal viðmælenda í vetur eru kanónur eins og Magnús Eiríksson, KK, Páll Óskar og Stefán Hilmarsson en það er Þórhallur Sigurðsson, sjálfur Laddi, sem ríður á vaðið og verður viðmælandi Jóns á fyrstu tónleikunum þann 13. september.

„Laddi er ekki þekktastur fyrir tónlistina sína,“ segir Jón. „En hann hefur samið ótrúlega mikið af lögum og textum og það eru þau sem verða í kastljósinu hjá okkur þann 13. Áherslan verður á tónlistarmanninn Þórhall Sigurðsson, ekki skemmtikraftinn Ladda, þótt auðvitað komi við sögu sumir karakterarnir hans eins og Eiríkur Fjalar til dæmis sem mun flytja einhver lög.“

- Auglýsing -

Dagskrá tónleikaraðarinnar má kynna sér á salurinn.is og þar er einnig hægt að kaupa miða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -