Rúrik og Ragnar meðal kynþokkafyllstu leikmanna á HM | Mannlíf

Innlent

18 júní 2018

Rúrik og Ragnar meðal kynþokkafyllstu leikmanna á HM

Mexíkóska útgáfan af tímaritinu Glamour er búin að velja 24 kynþokkafyllstu leikmennina á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer um þessar mundir í Rússlandi.

Listinn er ekki tæmandi og gæti vel bæst í hann á næstu dögum, en við Íslendingar eigum tvo fulltrúa á listanum – þá Rúrik Gíslason og Ragnar Sigurðsson. Sá fyrrnefndi hefur reyndar verið mjög vinsæll meðal aðdáenda og bætti við sig rúmlega hundrað þúsund fylgjendum á Instagram á fyrstu klukkustundunum eftir leik Íslands og Argentínu á laugardaginn.

Rúrik Gíslason.

Blaðamenn Glamour segja að þessir 24 menn hækki hitastigið í Rússlandi með kynþokka sínum og hvetja fólk til að missa ekki af einum einasta leik þeirra á mótinu.

Ragnar Sigurðsson.

Með Rúrik og Ragnari á listanum eru heimsþekktir knattspyrnumenn, svo sem Cristiano Ronaldo og Sergio Ramos, en hér fyrir neðan má sjá nokkra af þeim mönnum sem blaðamenn Glamour eru hrifinir af.

Masoud Shojaei – Íran

Olivier Giroud – Frakkland

Mohamed Salah – Egyptaland

Guillermo Ochoa – Mexíkó

Sergio Ramos – Spánn

James Rodríguez – Kólumbía

Cristiano Ronaldo – Portúgal

Edison Cavanni – Úrúgvæ

 

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Innlent

fyrir 16 tímum

Að velja að sjá ekki neitt

Lesa meira

Innlent

fyrir 20 tímum

Rappar á þremur tungumálum

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is