Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Samdauna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síðast en ekki síst

Höfundur: Óttarr Proppé

Óttarr Proppé.

Eitt orð hefur verið mér sérstaklega hugfangið undanfarið. Það er orðið „samdauna“. Fáránlegustu hlutir verða hægt og bítandi hversdagslegir ef ekki beinlínis venjulegir.

Hver er ekki farinn að venjast því að Donald Trump sé leiðtogi hins frjálsa heims? Að loftslagsbreytingar séu komnar á fullt og bílar keyri sjálfir?

Orðstofninn er að vísu frekar neikvæður og mætti halda að maður verði bara samdauna því sem leggur daun eða fýlu af. En þetta er miklu víðtækara.

Ég til dæmis er svo sannarlega orðinn samdauna versnandi heyrn á öðru eyra, man aldrei hvoru. Ég er samdauna lélegri sjón og sístækkandi skalla. En ég er líka orðin fullkomlega samdauna þægilegu millistéttarlífi í friðsamlegu landi sem virðir að mestu mannréttindi mín og a.m.k. flestra annarra. Ég er orðinn svo samdauna lífi mínu að mér finnst það dagsdaglega ekkert í frásögur færandi. Svo leyfi ég mér að vorkenna sjálfum mér voða mikið ef bíllin verður bensínlaus eða ég rek tánna í. Ég var einu sinni staddur í eyðimörk í Bandaríkjunum og sá á hitamæli að það var rúmlega 50 gráðu hiti í sólinni sem ég stóð einmitt í. Það var líka óbærilega heitt. Um leið og ég komst í skugga gat ég látið 42 gráðu þurrt loft leika um mig og varð samdauna 42 gráðum eins og ég hefði aldrei upplifað neitt eins svalandi.

Staðreyndin er að við erum snillingar í aðlögun. Við venjumst og aðlögumst stríðum jafnt sem góðærum, ömurlegri tónlist og „sítt að aftan“ tískunni. Ef maður er nógu lengi innan um eitthvað eru allar líkur á að maður verði samdauna og mestar líkur á að maður taki ekki einu sinni eftir því.

- Auglýsing -

Þess vegna er svo mikilvægt að staldra við, pæla í hlutum, velta þeim fyrir sér og mynda sér skoðun á því hvort maður gangi til góðs. Eða sé bara samdauna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -