Föstudagur 29. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Sigraði frisbígolfmót á Spáni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn sextán ára gamli Blær Örn Ásgeirsson sigraði á dögunum opna spænska meistaramótið í frisbígolfi en alls tóku um 100 keppendur þátt, frá á öðrum tug landa, og þar af sex íslenskir.

Blær Örn spilaði samtals á 21 kasti undir pari og sigraði nokkuð örugglega á 156 köstum, fimm köstum betur en næsti keppandi. Hann átti líka besta hring sem var 10 undir pari. „Ég keppti líka á þessu móti í fyrra en gekk illa og var því staðráðinn í að gera betur í ár. Ég er því í skýjunum yfir að hafa unnið og ánægður með að hafa náð markmiðinu sem ég setti mér fyrir mótið,“ segir Blær sem fékk bæði bikar og peningaverðlaun fyrir sigurinn og að auki bónus frá styrktaraðilanum sínum Innova Champion discs.

„Ég byrjaði í frisbígolfi fyrir fjórum árum síðan. Fyrsta árið tók ég þetta ekki mjög alvarlega en eftir að ég fékk startpakka í afmælisgjöf og fór að prófa þetta meira hætti ég í fótbolta sem ég var búinn að æfa í sjö ár. Núna æfi fimm til sjö sinnum í viku. Ég er með frisbígolfkörfu úti í garði sem að ég reyni að nota á hverjum degi í um klukkustund eða meira. Engir vinir mínir eða fjölskylda stunda þetta að alvöru en flestir hafa gaman af því að prófa og leika sér í þessu frábæra sporti.“

Hann segir keppnisferðir til útlanda það skemmtilegasta við frisbígolfið, prófa nýja velli og gera plön á hverri braut. „Ég fer fimm sinnum til viðbótar til útlanda að keppa á þessu ári. Í sumar verð ég einnig að vinna við að halda völlunum flottum og kenna fólki meira um þetta frábæra sport,“ segir þessi flotti ungi íþróttamaður að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -