Föstudagur 19. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

„Skilnaður skorar mjög ofarlega á streituskalanum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þær Kolbrún Pálína Helgadóttir og Kristborg Bóel Steindórsdóttir eru þessa stundina að vinna að sjónvarpsþáttum um skilnaði. Þær leita nú eftir viðmælendum sem hafa áhugaverðar reynslusögur um skilnaði að segja.

„Þættirnir verða faglegir, fróðlegir og mannlegir. Í þeim verða sagðar reynslusögur venjulegs fólks með auðmýkt og hreinskilni ásamt góðum og nytsamlegum ráðum frá fagfólk,“ segir Kolbrún Pálína þegar hún er spurð út í þættina. „Flestir sem gengið hafa í gegnum skilnað eiga það sameiginlegt að hafa upplifað mikla ringulreið, örvæntingu, sorg og ráðaleysi en það er eitthvað sem við munum snerta á í þáttunum,“ bætir hún við.

En hvernig fengu þær hugmyndina? „Við Kolbrún fengum sambærilega hugmynd að þáttunum í sitt hvoru lagi. Þær enduðu báðar á borði hjá Saga Film á svipuðum tíma og úr varð að við vorum leiddar saman í þetta verkefni. Sjálf skildi ég árið 2015 og hef talað opinskátt um þá reynslu og skrifaði bókina 261 dagur sem fjallar um mitt skilnaðarferli. Ég fékk mikil viðbrögð við bókinni, sem og umræðunni allri og til mín streymdu skilaboð frá fólki sem hefur upplifað það sama og ég. Ég áttaði mig þá á því hve mikil þörf er á því að opna umræðuna í samfélaginu og vekja fólk til umhugsunar um hve erfitt og sárt þetta ferli er oftast fyrir heilu fjölskyldurnar,“ segir Kristborg Bóel.

Ég áttaði mig þá á því hve mikil þörf er á því að opna umræðuna í samfélaginu og vekja fólk til umhugsunar um hve erfitt og sárt þetta ferli er oftast fyrir heilu fjölskyldurnar.

Þær Kolbrún og Kristborg eru sammála um að það sé vöntun á upplýsingum á mannamáli um skilnaði. „Báðar teljum við mikla þörf fyrir íslenskt samtímaefni um þessi mál. Að við heyrum reynslusögur venjulegs fólks og heyrum einnig hvað sérfræðingar segja um áhrif þessa áfalls á einstaklinga. Svokallað „þrot“ hefur einnig verið mikið í umræðunni upp á síðkastið, en það orsakast af mikilli streitu og skilnaður skorar mjög ofarlega á streituskalanum. Það ástand getur verið stórhættulegt ef ekki er brugðist við,“ segir Kolbrún Pálína. Hún segir flesta sem þær hafa rætt við hingað til, sem hafa gengið í gegnum skilnað, tengja við þessa streitu án þess að vita hvar hjálp og upplýsingar sé að finna.

„Það er svo margt sem þarf að ræða og koma inn á í þessum málum og þetta verður okkar framlag. En til þess að þættirnir verði sem allra bestir langar okkur til að kalla eftir hugmyndum að viðmælendum. Við viljum hafa þá sem allra fjölbreyttasta; yngra fólk sem hefur skilið, eldra fólk sem hefur skilið og allt þar á milli. Einnig viljum við tala við uppkomin skilnaðarbörn og einnig börn sem hafa gengið í gegnum skilnað með foreldrum sínum. Þá viljum við endilega komast í sambandi við einstaklinga sem bæði hafa skilið og misst maka,“ segir Kristborg Bóel.

Mynd af Kolbrúnu / Hákon Davíð
Mynd af Kristborgu / Aldís Pálsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -