Föstudagur 29. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Sköpunarkrafturinn og lífsgleðin voru horfin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarkonan Alexandra B. Elfar sendi nýverið frá sér lagið Chained sem fjallar um tilfinningar en Alexandra semur oftast lög um hluti sem hún hefur upplifað sjálf. Tónlist hefur alltaf haft mikil áhrif á hana en árið 2013 breyttist margt í lífi Alexöndru.

„Ég er frekar gamaldags þegar kemur að tónlist. Fer eftir því hvernig stuði ég er í,“ segir Alexandra spurð út í tónlistarsmekkinn og bætir við að hljóm sveitin Queen sé í mestu uppá haldi.

Fyrir stuttu sendi hún frá sér lagið Chained sem fjallar um álag, upp gjöf, sorg og höfn un en hún segir að flestir ættu að geta tengt með einhverj um hætti við viðfangsefnið. Alexandra semur oftast lög um það sem hún hefur upplifað sjálf og segir að oft fái hún melódíur til sín bæði í draumum og dagdraumum.

„Ég heyri öll hljóðfærin í hausnum á mér og þar sem ég kann ekki nótur er mjög þægilegt að vinna með fólki sem hlustar á mig raula hvert hljóðfæri fyrir sig þegar ég er í stúdíóinu.“ Hún vinnur mikið með Stefáni Erni Gunnlaugssyni í Studio Bambus og segir að samstarfið sé æðislegt. „Hann veit og skilur alltaf nákvæmlega það sem ég er að hugsa og pæla.“

Áhuginn á tónlist kviknaði þegar Alexandra heyrði afa sinn, Árna Elfar, spila á píanó, en hann kenndi Alex­öndru að spila eftir eyranu og spiluðu þau oft saman í marga klukku tíma. „Hann var minn lærifaðir og besti vinur.“

Þegar Alexandra varð 9 ára fékk hún löngun til að læra á gítar og þar sem faðir hennar spilaði sjálfur á gítar kenndi hann henni hljóma. Í kjölfarið jókst áhugi hennar á tónlist til muna og Alexandra fór að syngja og hún spilar nú að auki á alls konar hljóðfæri, allt frá ukulele upp í píanó.

Fékk ranga greiningu og var sett á sjö lyf

- Auglýsing -

Árið 2013 tók líf Alexöndru hins vegar stakkaskiptum þegar hún fékk taugaáfall út frá þunglyndi og streitu sem hún hafði glímt við í langan tíma. Hún var lögð inn á geðdeild og ranglega greind með geðhvörf og í kjölfarið sett á sjö tegundir af lyfjum. „Áður en ég vissi af var ég orðin 115 kíló og leit út eins og uppvakningur. Ég fúnkeraði engan veginn sem manneskja. Sköpunarkrafturinn og lífsgleðin voru horfin, enda var ég orðin algjörlega gegnsósa af geðlyfjum sem ég í raun þurfti ekki á að halda,“ segir hún.

„… enda var ég orðin algjörlega gegnsósa af geðlyfjum sem ég í raun þurfti ekki á að halda.“

Alexandra segist hafa fengið nóg einn daginn og hætt á öllum lyfjunum en tekur fram að hún mæli engan veginn með því við neinn. „Auðvitað hefði ég átt að gera það í samráði við lækni.“

Næsta hálfa árið upplifði Alexandra mikla vanlíðan. Eftir að hafa háð erfiða baráttu og misst 55 kíló segist hún nú loksins farin að vera hún sjálf aftur. Spurð hvernig hún hafi komist í gegnum veikindin segir hún að svarið við því sé einfalt. „Það er alltaf hægt að sjá eitthvað fyndið, sama hversu erfitt er hjá manni,“ segir hún.

- Auglýsing -

„Mér líður mjög vel í dag, ég er ekki á lyfjum og full af orku, enda með ADHD á háu stigi, en finnst það alls ekki neikvætt. Ég lít á ADHD sem snilligáfu,“ segir hún peppuð og full þakklætis. Hún hvetur alla sem eru að berjast við kvíða og vanlíðan að leita sér hjálpar. „Tala við sálfræðing eða tala um vandamálið við fólk sem maður treystir. Það er ekki hægt að vinna sig frá taugaáfalli einn. Aldrei gefast upp því lífið hefur upp á svo margt að bjóða.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -