Skráðum í Þjóðkirkjuna fækkar um 2.419 | Mannlíf

Innlent

6 desember 2018

Skráðum í Þjóðkirkjuna fækkar um 2.419

Skráðum í Þjóðkirkjuna fækkar á meðan þeim sem skráðir eru utan trúfélaga fjölgar.

Alls hefur skráðum í Þjóðkirkjuna fækkað um 2.419 manns síðastliðna tólf mánuði samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Á vef Hagstofunnar kemur fram að þann 1. desember voru 232.672 einstaklingar skráðir í  Þjóðkirkjuna miðað við 235.091 fyrir ári. Þetta er fækkun upp á 1,0%.

Á sama tímabili hefur fjölgað um 512 manns í kaþólska söfnuðinum og um 536 manns í Siðmennt. Nokkur aukning var einnig í Ásatrúarfélaginu en um 400 manna aukning varð í félaginu á þessu ári.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar varð þá mest hlutfallsleg aukning í Stofnun múslima á Íslandi eða um 122,1%  sem er fjölgun um 105 meðlimi. Í dag er 191 félagi í trúfélaginu.

Zúistum fækkar

Félagsmönnum fækkaði hlutfallslega mest í trúfélaginu Zuism eða um 306 manns sem er 15,8% fækkun. Einnig fækkaði í trúfélögunum Íslensk kristin þjóð og Bænahúsinu.

Þá vekur athygli að þeim sem eru skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga fjölgar um 9,9% á einu ári. Núna eru alls 24.763 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Innlent

fyrir 20 tímum

Plastskeiðar munu fljúga

Lesa meira

Innlent

fyrir 22 tímum

Gríman fellur

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is