Þriðjudagur 23. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Spennandi að sjá viðbrögð Tyrkja

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kvikmyndin Andið eðlilega keppir á virtustu kvikmyndahátíð Tyrklands.

Úr myndinni Andið eðlilega.

Íslenka kvikmyndin Andið eðlilega keppir á Istanbul International Film Festival, í flokki sem nefnist „Human Rights in Cinema“. Mannlíf náði tali af leikstjóranum og handritshöfundinum Ísold Uggadóttur sem var að vonum ánægð enda um að ræða elstu og virtustu kvikmyndahátíð Tyrklands. „Það er auðvitað heilmikill heiður að fá myndina sýnda á keppni þarna, því þessi hátíð er sterk og mikilvæg á Tyrklandsmarkaði,“ segir hún glöð og kveðst vera spennt fyrir því að fara til Istanbul og sjá hvernig tyrkneskir áhorfendur koma til með að taka kvikmynd sem fjallar meðal annars um konu á flótta.

Istanbul International Film Festival er fjórða kvikmyndahátíðin sem Andið eðlilega er sýnd á, en eins og kunnugt er hlaut kvikmyndin alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í febrúar auk þess sem Ísold var valin besti alþjóðlegi leikstjórinn á lokahátíð Sundance-kvikmyndahátíðarinnar í janúar, fyrst íslenskra leikstjóra. Myndin hefur almennt verið lofuð í hástert af gagnrýnendum og var nýlega lýst sem drama af bestu gerð af sjálfu fagtímatímaritinu Cinema Scandinavia.

„Það er auðvitað heilmikill heiður á fá myndina sýnda á keppni þarna, því þessi hátíð er sterk og mikilvæg á Tyrklandsmarkaði.“

Ísold segist vera afar þakklát þeim sem hafa látið fögur orð falla um myndina, bæði kvikmyndagagnrýnendum hér heima og erlendis og svo ekki síst sjálfum áhorfendum. Henni þykir vænt um þau sterku viðbrögð sem myndin vekur hjá fólki og finnst gaman að skynja þann gríðarlega áhuga sem er fyrir myndinni, ekki síst erlendis frá, en sem dæmi um hann hefur myndin þegar verið keypt af dreifingaraðila í Tyrklandi og fer að öllum líkindum í almennar sýningar þar í landi síðar á árinu. „Leikstjórnarverðlaunin á Sundance hafa sannarlega haft þau áhrif að kvikmyndabransinn er meðvitaður um myndina og sýnir verkinu og höfundi meiri áhuga en hann hefði gert ella,“ segir hún sposk.

En hvað er annað á döfinni? „Fram undan er að undirbúa næstu mynd,“ svarar hún. „ Við verðum að sjá hversu langan tíma tekur að koma næsta verki á koppinn, en ég er bæði að þróa eigið verk og vega og meta þau verkefni sem mér hafa boðist að undanförnu. Svo mun ég auðvitað fylgja Andið eðlilega áfram eftir og kynna hana sem víðast,“ segir hún og getur þess að hún og umboðsmenn myndarinnar eigi nú einmitt í viðræðum við fleiri erlenda dreifingaraðila um kaup á myndinni. Á þessu stigi málsins sé hins vegar of snemmt að tjá sig frekar um þær „Þetta verður bara allt saman að koma í ljós,“ segir hún leyndardómsfull.

Aðalmynd: Ísold Uggadóttir er hæstánægð með að mynd hennar Andið eðlilega skuli hafa komist á Istanbul International Film Festival. Mynd / Þórdís Claessen

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -