Stjarneðlisfræðingur um „Flat Earthers“: „Þetta er grátbroslegt“ | Mannlíf

Stjarneðlisfræðingur um „Flat Earthers“: „Þetta er grátbroslegt“

Innlent

14 mars 2019

„Þetta er grátbroslegt. Þú villt ekki gefa samsæriskenningu svona stóran umræðuvettvang,“ segir stjarneðlisfræðingurinn Kári Helgason um heimildarmyndina Behind The Curve sem fjallar um fólk sem trúir því að jörðin sé flöt.

Heimildarmyndin Behind The Curve, sem kom út í lok árs 2018, varð nýverið aðgengileg á streymisveitunni Netflix. Myndin fjallar um fólk sem heldur því fram að jörðin sé flöt. Fólk hvaðanæva úr heiminum trúir þeirri samsæriskenningu og kallar sig „Flat Earthers“.

Einn helsti talsmaður „Flat Earthers“-hópsins er Mark Sargent og er í aðalhlutverki í Behind The Curve. Myndin hefur vakið töluverða athygli.

„Ég hef ekki séð þessa mynd. En ég hef heyrt um hana, þetta er skotspónn á samfélagsmiðlum. Þetta er auðvitað svolítið fyndið í ljósi þessa tíma sem við lifum á. Allt í einu virðist vera hægt að efast um allt,“ segir stjarneðlisfræðingurinn Kári Helgason í samtali við Mannlíf.

Kári segir myndina eflaust vera áhugaverða út frá mannfræðisjónarhorni en veltir fyrir sér hversu lagt sé hægt að ganga í því að efast um staðreyndir.

Allt í einu virðist vera hægt að efast um allt.

„Það er alltaf merkilegt þegar eitthvað sem er augljós sannleikur, eitthvað sem allir eru sammála um, er allt í einu dregið í efa,“ segir Kári.

Í Behind The Curve gefa nokkrir vísindamenn álit sitt á samsæriskenningunni og Kári tekur fram að hann sé frekar vonsvikin yfir því að Netflix gefi „Flat Earthers“-hópnum svona stórt svið til að kynna samsæriskenningu sína með áliti frá vísindamönnum. „Þetta er grátbroslegt. Þú villt ekki gefa samsæriskenningu svona stóran umræðuvettvang.“

Að mati Kára er varasamt að senda þau skilaboð að allar skoðanir eigi rétt á sér og að fólk ætti að bera virðingu fyrir öllum skoðunum. „Það er bara ekki þannig. Ef að skoðanir eru rangar og jafnvel hættulegar, þá þarf maður bara alls ekki að bera virðingu fyrir þeim. Lýðræði þýðir ekki að þín heimska sé mikilvægari en mín þekking. Þú hefur alveg rétt á að trúa á allt sem þú villt en það breytir því ekki að það sem þú trúir á getur verið alveg kolrangt.“

Þekkir engan sem trúir því að jörðin sé flöt

Spurður út í hvort hann sjálfur hafi einhvern tímann hitt fólk sem trúir því að jörðin sé flöt segir Kári: „Nei, sem betur ekki. Ef einhver Íslendingur héldi því fram við mig að jörðin væri flöt þá væri það merki um að eitthvað hefur verið gert rangt í uppeldi eða menntakerfinu.“

Sumum finnst eðlilegar útskýringar á hlutunum ekki nógu spennandi.

Kári tekur aftur fram að áhugavert sé að velta fyrir sér af hverju fólki þykir gaman að samsæriskenningum. „Sumum finnst eðlilegar útskýringar á hlutunum ekki nógu spennandi eða of hversdagslegar. Þetta fólk er ef til vill ekki búið að uppgötva hversu spennandi vísindin eru. En þetta getur orðið skaðlegt, eins og þegar fólk efast um loftslagsbreytingar eða bólusetningar. Þá er þetta orðið hættulegt,“ útskýrir Kári.

Hann bætir við: „Þegar þetta er komið út í vitleysu þá verður maður að skipta sér að.“

Stiklu úr Behind The Curve má sjá hér fyrir neðan:

Kjarninn

fyrir 13 tímum

„Vel gert“

Lesa meira

Innlent

fyrir 15 tímum

Góðærið, in memoriam

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is

Velkomin. Mannlíf notar vafrakökur. Sjá nánar.