Stóðu sig vel í danskeppni í Blackpool | Mannlíf

Stóðu sig vel í danskeppni í Blackpool

Innlent

7 janúar 2019

Hópur íslenskra dansara stóð sig vel í Champions of Tomorrow danskeppninni sem haldin var í Blackpool í Englandi um helgina.

Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir lentu 1. sæti í U21 latin í Champions of Tomorrow danskeppninni sem haldin var í Blackpool í Englandi um helgina. Daníel Sverrir Guðbjörnsson og Sóley Ósk Hilmarsdóttir urðu í 2. sæti í U22 Ballroom og Aron Logi Hrannarsson og Rósa Kristín Hafsteinsdóttir lentu í  3. sæti í Junior.

Guðjón Erik Óskarsson og Eva Karen Ólafsdóttir voru í 6. sæti í Juvenile Ballroom og 7. sæti í Latin. Fannar Kvaran og Fanný Helga Þórarinsdóttir komust í undanúrslit í Ballroom og 24 para í Latin.

Daði Freyr Guðjónsson, sem margir kannast við úr þáttunum Allir Geta Dansað, og Fanney Gísladóttir voru í undanúrslitum í ProAm latin og Ballroom.

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is

Velkomin. Mannlíf notar vafrakökur. Sjá nánar.