Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

„Stundum sofnaði ég ekki fyrir kippum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sveinn Ólafur Gunnarsson hefur verið áberandi á fjölum leikhúsanna að undanförnu. Það er því ekki úr vegi að biðja hann um að rifja upp hlutverkin sem eru honum minnisstæðust.

„Eddie í Fool for love, var afar krefjandi og spennandi hlutverk. Í raun lykilhlutverk á ferlinum, hlutverk sem ég óx við sem leikari. Uppfærslan var afar vel heppnuð enda virkilega vandaður hópur sem stóð að sýningunni.“

Þá segist hann hafa leikið sex persónur Í Hornum á höfði, sem sé ógleymanlegt því hann hafi verið á spretti alla sýninguna. „Og karaktergalleríið spannaði allt frá ástríkum óöruggum föður yfir í ofurmennskt illmenni,“ segir hann og bætir við að fátt sé jafngefandi og leika í góðri barnasýningu og í Hornum á höfði hafi verið unnið af alúð, ást og natni í dásamlegum hópi einstaklega skapandi fólks.

Hann segir að hlutverk krefjist mismikils undirbúnings. „Fyrir hverja sýningu á Illsku, þar sem ég fór með hlutverk Arnórs, greinds og vel máli farins nýnasista með tourette þurfti ég til dæmis að koma mér í karakter 60-90 mínútum fyrir show, svo að „tourettið“, kækirnir væru orðnir lífrænir og ósjálfráðir þegar við byrjuðum. Það var oft meira vesen að hætta því eftir að sýningu lauk og stundum sofnaði ég ekki fyrir kippunum. Fæ meira segja kippi núna þegar ég tala um hann,“ segir hann og hlær.

Af bíó og sjónvarpi segir hann að sér sé efst í huga það sem hann leikið síðast, en það hafi verið þegar hann brá sér í hlutverk Arnars í Mannasiðum og Valda kláms í Stellu Blómkvist. Afar ólík en áhugaverð hlutverk. „Svo þykir mér alltaf jafnvænt um Finnboga í kvikmyndinni Á annan veg. En heilt yfir þá eiga mín eftirminnilegustu hlutverk það sammerkt að ég hef fengið rými til sköpunar persónunnar og í mörgum tilfellum tekið þátt í sköpunarferlinu og handritsvinnunni. Sem gefur manni tækifæri til að nálgast hlutverk af meiri dýpt og ábyrgð.“

Mynd / Jóhanna Helga Þorkelsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -