Föstudagur 29. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Styttri vinnuvika og fleiri gæðastundir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í erindi sem flutt var á 45. þingi BSRB í morgun var greint frá niðurstöðum rannsóknar sem leiða í ljós að styttri vinnuvika hefur almennt jákvæð áhrif á fólk.

Fjallað var um nýja skýrslu um styttingu vinnuvikunnar á 45. þingi BSRB í morgun. Arnar Þór Jóhannesson, sérfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri, hélt erindi á ráðstefnunni. Í erindi hans kom fram að stytting vinnuvikunnar hefur almennt haft jákvæð áhrif á líkamlega og andlega líðan starfsmanna, gerir starf á vinnustöðum markvissara og dregur úr veikindum.

Í erindi sínu fjallaði Arnar um niðurstöður rannsóknar þar sem áhrif tilraunaverkefna Reykjavíkurborgar og ríkisins um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar voru skoðaðar. Það tilraunaverkefni var unnið í samstarfi við BSRB.

„Í skýrslu sem unnin var fyrir BSRB og Reykjavíkurborg kemur fram að bæði karlar og konur tali um að stytting vinnuvikunnar hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf og minnkað það álag sem er á heimilinu. Karlarnir töldu sig taka meiri þátt og axla meiri ábyrgð á heimilisstörfum en hún var svipuð hjá konum. Vistunartími barna styttist og gæðastundir með fjölskyldu jukust. Þar er enn fremur dregið fram að samskipti við bæði vinnufélaga og fjölskyldu eru betri og létt hefur á heimilunum eftir að vinnuvikan var stytt,“ segir í tilkynningu frá BSRB.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -