„Svolítið skrýtið að sjá sig í fjölmiðlum í öðru landi“ | Mannlíf

Innlent

4 desember 2018

„Svolítið skrýtið að sjá sig í fjölmiðlum í öðru landi“

Íslenski klámmyndaleikarinn Stefan Octavian Gheorge fór í viðtal í gær við sjónvarpsþáttinn Antena Stars sem er nokkuð vinsæll í Rúmeníu.

Íslenski klámmyndaleikarinn Stefan Octavian Gheorge er staddur í Rúmeníu þessa stundina til þess meðal annars að heimsækja blóðmóður sína. Stefan á rætur sínar að rekja til Rúmeníu en hann var ættleiddur þaðan árið 2000. Hann hafði upp á blóðmóður sinni í gegnum þáttinn Leitin að upprunanum sem sýndur var á Stöð 2 í fyrra.

Skömmu eftir að hann kom til Rúmeníu á dögunum fékk hann fyrirspurn í gegnum Instagram frá sjónvarpsþættinum Antena Stars sem er nokkuð vinsæll í Rúmeníu. Honum var boðið í viðtal. Stefan þáði það og veitti fylgjendum sínum á Snapchat innýn inn í ferlið í gær. Í viðtalinu var farið yfir sögu Stefans sem rataði í rúmenska fjölmiðla á þeim tíma sem hann fór til Rúmeníu með þann tilgang að finna blóðforeldra sína.

Eftir viðtalið, sem sýnt var í gær, var Stefani svo boðið í slökun í heilsulind og var hann himinlifndi með það. „Það er svolítið skrýtið að sjá sig í fjölmiðlum í öðru landi, pínu skrýtið,“ sagði hann á Snapchat áður en hann skellti sér í sund í heilsulindinni.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Innlent

fyrir 16 tímum

Að velja að sjá ekki neitt

Lesa meira

Innlent

fyrir 20 tímum

Rappar á þremur tungumálum

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is