Taylor Swift spókar sig um á Hafnartorgi | Mannlíf

Innlent

7 nóvember 2018

Taylor Swift spókar sig um á Hafnartorgi

Söngkonan Taylor Swift sést í auglýsingum fyrir Hafnartorg.

Margt fólk hefur undanfarið undrað sig á auglýsingaskiltum fyrir Hafnartorg, svæðið sem er að smella saman við höfnina í Reykjavík.

Auglýsingaskiltin sýna hvernig svæðið mun koma til að líta út þegar allt er tilbúið. En það sem vakið hefur athygli er að bandaríska söngkonan Taylor Swift prýðir eitt auglýsingaskiltið sem notað er í kynningu á svæðinu.

Á myndinni má sjá Swift á röltinu um Hafnartorgið í rauðri kápu og horfa inn um búðarglugga. Bent hefur verið á að á upprunalegu myndinni af Swift, sem notuð var í auglýsingaskiltið, er Swift í grænni kápu.

Vakin er athygli á þessu meðal annars á Twitter og í Facebook-hópnum Markaðsnördar. Þar er spurningunni varpað fram hvort einhver trúi því að þetta sé gert með samþykki Taylor Swift.

Umrætt auglýsingaskilti má sjá á vef ÞG verk.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Innlent

fyrir 20 tímum

Plastskeiðar munu fljúga

Lesa meira

Innlent

fyrir 22 tímum

Gríman fellur

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is