Telur WOW umtalsvert meira virði en Icelandair | Mannlíf

Telur WOW umtalsvert meira virði en Icelandair

Innlent

17 september 2018

Skúli Mogensen, forstjóri WOW flugfélagsins, telur að heildarvirði fyrirtækisins nemi að minnsta kosti 44 milljörðum króna. Til samanburðar er skráð virði Icelandair á markaði rúmir 36 milljarðar króna.

Þetta má lesa út úr viðtali við Skúla í Financial Times. Segir Skúli að fyrirtækið stefni á að 2-300 milljóna dollara hlutafjárúboð á næstu 18 mánuðum. Það samsvarar 22 til 33 milljörðum króna. Þetta verði gert með því að bjóða út undir helming hlutafjár félagsins.  Skúli vill ekki gefa FT upp heildarvirði félagsins en ljóst er, út frá orðum Skúla, að hann metur fyrirtækið ekki undir 44 milljörðum króna.

WOW hefur undanfarnar vikur freistað þess að safna sér fé með skuldabréfaútgáfu. Var stefnt að því að safna að lágmarki 6,5 milljörðum evra og var tilkynnt fyrir helgi að því marki hafi verið náð. Niðurstöður skuldabréfaútgáfunnar verða kynntar á morgun.

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is

Velkomin. Mannlíf notar vafrakökur. Sjá nánar.