Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

„Það þarf að bæta skráningarnar og innköllunarkerfi heilsugæslunnar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frá því að mislingafaraldur hófst hér á landi í febrúar hefur margt fólk velt því fyrir sér hvort að það hafi verið bólusett á sínum tíma. Hér áður fyrr voru bólusetningar skráðar á bólusetningarskírteini sem fólk þurfti að passa upp á. En í dag eru bólusetningar skráðar rafrænt og á undanförnum mánuðum hefur mikil vinna verið lögð í að bæta rafrænt skráningarkerfi heilsugæslunnar.

„Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að fólk er í góðri trú um að hlutirnir séu í lagi þegar þeir eru það ekki,“ svarar Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir aðspurður hvernig það gerist að fólk haldi að það sé bólusett þegar það er það ekki.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir.

„Fyrir árið 2000 þá voru allar bólusetningar skráðar í ónæmiskort, svona bólusetningarskírteini. Og það var mælt með að fólk myndi geyma það. En fólk týnir þessu og heldur bara að það hafi farið í allar bólusetningar,“ segir hann.

„Og þegar skírteinið er týnt þá getur verið erfitt að nálgast þessar upplýsingar. Hér áður fyrr var þetta bara geymt á pappír á heilsugæslustöðvum og læknastofum og svo sett í geymslu sem erfitt getur reynst að nálgast. Það var engin miðlæg skráning.

Hér áður fyrr var þetta bara geymt á pappír á heilsugæslustöðvum og læknastofum og svo sett í geymslu sem erfitt getur reynst að nálgast. Það var engin miðlæg skráning.

Upp úr aldamótunum var farið í að skrá upplýsingar um bólusetningar rafrænt. En þeir sem fóru í bólusetningar fyrir þann tíma eru ekki í þessum gagnagrunni, nema í undantekningartilfellum. Við höfum verið að hvetja heilbrigðisstarfsfólk til að færa eldri bólusetningar inn í kerfið en það er seinlegt og það vantar mannafla.“

Þegar Þórólfur er spurður út í hvað fólk ætti að gera vilji það ganga úr skugga um að það sé bólusett án þess að hafa aðgang að upplýsingum um bólusetningar segir hann: „Ef fólk er efins þá eru tveir möguleikar í stöðunni. Það er hægt að mótefnamæla fólk til að sjá hvort það sé með mótefnið í blóðinu. Og svo er hægt að bólusetja það aftur, það er einfaldari, fljótlegri og ódýrari kostur.“

Þórólfur tekur þó fram að það séu takmörk fyrir því hvað sé hægt að bólusetja marga hverju sinni. „Það getur gerst, líkt og á stundum eins og núna, að það sé hreinlega ekki til nógu mikið bóluefni í þessum flokki til að bólusetja stóran hóp fólks,“ útskýrir Þórólfur.

- Auglýsing -

„En langflestir sem eru fæddir eftir 1970 eru bólusettir. Þannig að eins og staðan er núna er óþarfi að stökkva til læknis og láta bólusetja sig ef maður er óviss. En þeir sem eru sannarlega vissir um að þeir hafi ekki fengið bólusetningu á sínum tíma ættu að láta bólusetja sig. Sömuleiðis má fullyrða að flestir sem fæddir eru fyrir 1970 hafi fengið mislinga þó að þeir muni ekki eftir því. Mislingar eru gríðarlega smitandi og fáir sluppu á þessum tíma.“

Vandamálið tæknilegs eðlis

Sjö tilfelli mislinga hafa greinst frá því að mislingafaraldur hófst hér á landi í febrúar. Einungis einn af þessum sjö hefði átt að vera bólusettur samkvæmt því fyrirkomulagi bólusetninga sem hér ríkir. Þórólfur segir vandamálið því ekki snúast um það að fólk vilji ekki láta bólusetja börnin sín heldur frekar vera tæknilegs eðlis.

Það er ekki hægt að skella skuldinni alfarið á heilbrigðiskerfið ef það gleymist að bólusetja einhvern.

- Auglýsing -

„Það þarf að bæta skráningarnar og innköllunarkerfi heilsugæslunnar. Hingað til hefur innköllunarkerfið á heilsugæslunni ekki verið nægilega gott og það hefur verið erfitt að nálgast upplýsingar um þá sem hafa ekki mætt í bólusetningu. En auðvitað þarf fólk líka að bera ábyrgð á sínum bólusetningum. Það er ekki hægt að skella skuldinni alfarið á heilbrigðiskerfið ef það gleymist að bólusetja einhvern.“

Bætt skráningarkerfi

Aðspurður hvort hann telji þörf á að gera almennar bólusetningar að skyldu segir Þórólfur: „Ég hef auðvitað samúð með þeim sem vilja skylda alla í bólusetningar. En það er bara spurning um þessa nálgun, hvernig á að útfæra þetta? Hver á að fara í einhvern lögguleik og sjá til þess að allir séu bólusettir?“

Þórólfur er hræddur um að bólusetningarskylda gæti haft öfug áhrif og stuðað fólk. „Ég held að við ættum fyrst að bæta skráningar á bólusetningum og innköllunarkerfi heilsugæslunnar. Ef það ber ekki árangur þá er kannski hægt að skoða bólusetningarskyldu. En ég held að það sé betra að gera þetta á jákvæðum nótum með fólki. Þess ber að geta að á undanförnum mánuðum hefur mikil vinna verið lögð í að bæta skráningar- og innköllunarkerfi heilsugæslunnar og er þess vænst að árangurinn muni sjást á næstu misserum.“

Þórólfur tekur fram að þeir einstaklingar sem hafa smitast af mislingum undanfarið tilheyri ekki þeim hóp sem er á móti bólusetningum. „Rannsóknir sýna að um 2% almennings er í raun á móti bólusetningum. Þannig að þegar fólk er ekki bólusett þá er það yfirleitt ekki vegna andstöðu heldur vegna þess að það hefur gleymst að bólusetja það af einhverjum ástæðum eða þá að þetta eru börn sem eru of ung til að fá bólusetningu. Þannig að í þessum tilfellum hefði bólusetningarskylda ekki breytt neinu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -