Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

„Þarf ekki að hafa áhyggjur á meðan andstæðingurinn raðar inn sjálfsmörkum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í hverju tölublaði tiltekur Mannlíf þá aðila sem átt hafa góða viku og slæma viku en segja má með sanni að Guðni Bergsson hafi átt góða viku meðan Hjálmar Sveinsson hefur litið betri daga.

Góð vika  – Guðni Bergsson

Það færist harka í formannskjörið hjá Knattspyrnusambandi Íslands þar sem núverandi formaður, Guðni Bergsson, og fyrrverandi formaður, Geir Þorsteinsson, takast hart á. Guðni fékk öfluga stuðningsyfirlýsingu í vikunni þegar Alaxander Ceferin, forseti UEFA, jós hann lofi og sagði samstarf UEFA og KSÍ aldrei hafa verið betra en undir stjórn Guðna. Geir var allt annað en sáttur við það sem hann kallaði frekleg afskipti forsetans og sagði „dæmigert hjá Austur-Evrópumanninum að gera þetta“. Guðni var ekki þekktur fyrir mikla markaskorun á sínum farsæla ferli en hann þarf ekki að hafa áhyggjur á meðan andstæðingurinn raðar inn sjálfsmörkum.

Slæm vika – Hjálmar Sveinsson

Borgarfulltrúinn Hjálmar Sveinsson fór fyrir dómnefndinni sem taldi heppilegast að planta pálmatrjám í hinu nýja Vogahverfi. Sjaldan hefur eitt listaverk vakið jafnsterk viðbrögð og umrædd pálmatré og viðurkennir Hjálmar að hann hafi orðið var við reiðina þótt flestir í kringum hann séu hæstánægðir. Vikan hefur þó ekki verið alslæm fyrir Hjálmar því hann opinberaði hnausþykka mottu í anda Burt Reynolds á Kjarvalsstöðum, þar sem úrslitin voru kunngerð, og uppskar mikla aðdáun. Höfðu menn jafnvel á orði að í mottunni fælist meiri list en í pálmatrjánum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -