Fimmtudagur 28. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

„Þessi banki á sig sjálfur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að helstu stjórnendur Kaupþings hafi framið fordæmalausa efnahagsglæpi á meðan að bankinn var á lífi.

Kaupþing var allra banka stærstur á Íslandi fyrir bankahrun. Og dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að helstu stjórnendur hans hafi framið fordæmalausa efnahagsglæpi á meðan að bankinn var á lífi. Það sem skilgreindi bankann voru há lán til lítils hóps eigenda og vildarviðskiptavina og áður óþekkt fjármögnun á kaupum á eigin bréfum. Í nýrri bók, Kaupthinking: Bankinn sem átti sig sjálfur, er saga hans rakin.

„Ég hef kannað þetta ítarlega og komist að því að þetta tengdist ekkert fjármálakreppu, þetta voru alger Ponzi-svik og útilokað að það hefði haldið velli. Það hefði bara þurft einn mann innan bankans til að taka upp símann og segja „Þessi banki á sig sjálfur“ og þá hefði hann hrunið. Merkilegt að það gerðist ekki.“

Þetta sagði Kevin Stanford, einn stærsti viðskiptavinur Kaupþings banka fyrir hrun í yfirheyrslum hjá embætti sérstaks saksóknara. Þar sagðist hann líka hafa haft einstakan aðgang að stjórnendum Kaupþings. Aðgang sem hann hefði ekki fengið hjá öðrum alþjóðlegum bönkum. „Ég gat hringt í forstjóra bankans. […] Okkur fannst gaman að stunda viðskipti og hafa aðgang að peningum.“ Stanford kallaði enn fremur hin svokölluðu CLN-viðskipti sem hann tók þátt í að undirlagi Kaupþings  „kjarnorkusprengju í fjármálum“. Aðspurður af hverju hann hefði verið „valinn“ til að vera eigandi eins félagsins sem notað var í þau viðskipti sagði Kevin að hann héldi að það hefði verið vegna þess að hann „var eini hvíti maðurinn í þorpinu“. Það hafi verið mikilvægt að hann væri útlendingur, ekki Íslendingur, svo að það liti út fyrir að alþjóðlegur fjárfestir væri að kaupa.

Yfirheyrslurnar eru hluti af tugþúsundum skjala sem fjallað er um í bókinni.

Nánar á vef Kjarnans og í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -