Þetta velja Íslendingar helst á pítsu | Mannlíf

Innlent

24 apríl 2018

Þetta velja Íslendingar helst á pítsu

Við sögðum frá því í gær að Bandaríkjamenn velja helst pepperoni á pítsur, samkvæmt gögnum frá heimsendingarþjónustunni Caviar. Í öðru sæti á listanum voru pylsur og í því þriðja hvítlaukur.

Við ákváðum því að spyrja Önnu Fríðu Gísladóttur, markaðsstjóra Dominos á Íslandi, hver eftirlætisálegg Íslendinga væru þegar þeir panta sér pítsu. Ótrúlegt en satt, þá trónir pepperoni líka á toppi þess lista. Í frétt úr gögnum Caviar furðuðum við okkur á því að skinka næði ekki á blað, en hún er í öðru sæti á listanum frá Dominos. Það er svo rjómaosturinn sem vermir þriðja sætið.

Hér eru tíu vinsælustu áleggin á pítsur Íslendinga samkvæmt gögnum frá Dominos:

1. Pepperoni
2. Skinka
3. Rjómaostur
4. Piparostur
5. Beikon kurl
6. Sveppir
7. Nautahakk
8. Laukur
9. Ananas
10. Jalapeno

Heimurinn elskar pepperoni á pítsur.

Við settum einnig fram mjög óvísindalega könnun í hópnum Matartips! á Facebook og spurðum einfaldlega hvert eftirlætis álegg tipsara væri. Við fengum fjöldan allan af svörum og niðurstaðan er að meðlimir hópsins eru sammála fjöldanum og setja pepperoni í efsta sæti. Í öðru sæti er ananas, sem ætti að gleðja forseta vor eða hitt þó heldur, og fast á hæla ananas eru sveppir.

Hér kemur listi Matartips-ara yfir eftirlætisálegg:

1. Pepperoni
2. Ananas
3. Sveppir
4. Skinka
5. Beikon
6. Rjómaostur
7. Bananar
8. Laukur
9. Jalapeno
10. Piparostur

Annað sem var nefnt gott á pítsur voru til að mynda döðlur, kjúklingur, rækjur, gráðostur, svartur pipar, ólívur, paprika, svart Doritos-snakk, parmesan-ostur og hráskinka.

Smekkur manna er misjafnur þegar kemur að áleggi á pítsu.
Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Innlent

fyrir 18 tímum

Plastskeiðar munu fljúga

Lesa meira

Innlent

fyrir 20 tímum

Gríman fellur

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is