Úr Elly í Rocky Horror | Mannlíf

Innlent

26 janúar 2018

Úr Elly í Rocky Horror

Björn Stefánsson leikur Riff Raff í Rocky Horror.

Leikarinn og trommuleikarinn Björn Stefánsson, einnig þekktur sem Bjössi í Mínus, hefur nú bæst í leikararhóp söngleiksins Rocky Horror sem verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í mars. Björn mun bregða sér í hlutverk ískalda einkaþjónsins Riff Raffs, sem upphaflega var leikinn af Richard O´Brien, höfundi verksins, í bíómynd byggðri á verkinu. Til stóð að leikarinn Atli Rafn Sigurðarson færi með hlutverk persónunnar en eins og kunnugt er var honum sagt upp störfum í leikhúsinu í desember í fyrra.

Björn, sem vakið hefur athygli fyrir leik sinn í Elly og í kvikmyndinni Rökkur, var því fenginn til að leysa Atla Rafn af hólmi og hefur hann undanfarnar vikur verið að æfa af krafti með leikhópi Rocky Horror, sem skartar stórstjörnum á borð við Pál Óskar og Val Frey Einarsson. Miklar vonir eru bundar við uppsetningu leikhússins á verkinu enda er Rocky Horror einn vinsælasti söngleikur allra tíma.

Texti / Roald Eyvindsson
Mynd / Skot úr myndinni Rökkur þar sem Björn fór með annað aðalhlutverkið.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Innlent

fyrir 16 tímum

Plastskeiðar munu fljúga

Lesa meira

Innlent

fyrir 18 tímum

Gríman fellur

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is