Var sagt að hún gæti bara ekkert valsað inn í íþróttafréttirnar | Mannlíf

Innlent

7 febrúar 2019

Var sagt að hún gæti bara ekkert valsað inn í íþróttafréttirnar

Kristjana Arnarsdóttir er ein fárra kvenna sem fjallað hafa um íþróttir í sjónvarpi á Íslandi. Nýlega bætti hún við sig hlutverki spyrils í Gettu betur eftir að Björn Bragi Arnarsson dró sig í hlé vegna ósiðlegs athæfis. Leiðin í sjónvarpið var þó ekki sjálfgefin.

Kristjana byrjaði feril sinn í fjölmiðlum árið 2010 sem almennur blaðamaður á Fréttablaðinu þar sem hún var á innblaðinu og var þar í fimm ár. Í viðtali í Mannlífi sem kemur út á morgun segir hún meðal annars frá því hversu fjarlægur draumur henni fannst að hún gæti orðið íþróttafréttakona vegna karllægra viðhorfa sem hún mætti.

„Ég get ég nefnt sem dæmi að ég var í fótbolta á þessum tíma og bað einhvern tíma um að fá að fara korteri fyrr af því ég þurfti að spila leik á Akranesi um kvöldið, þá fékk ég þau skilaboð frá yfirmanninum að ég væri nú ekki í Pepsi-deildinni og þyrfti nú ekkert að vera að stökkva fyrr úr vinnu fyrir einhvern leik.“

Þegar kom til umræðu að hún fengi að spreyta sig á íþróttadeildinni mætti hún líka mótstöðu. „Ákveðinn maður á blaðinu sagði mér að það þýddi sko ekkert fyrir mig að ætla að komast áfram á því að vera einhver pabbastelpa, ég gæti ekkert valsað bara inn í íþróttirnar þegar mér sýndist af því að ég væri dóttir Arnars. Ég fékk endalausar svona athugasemdir þannig að ég jarðaði þennan draum bara.“

Ítarlegt viðtal er við Kristjönu í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Mynd / Hallur Karlsson
Förðun / Helga Sæunn Þorkelsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur Lancôme á Íslandi

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Innlent

fyrir 13 tímum

Alls ekkert fyrir aumingja

Lesa meira

Innlent

fyrir 15 tímum

Hægfara umbætur

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is