Varði kvöldinu í að telja seðla á Íslandi | Mannlíf

Innlent

3 október 2018

Varði kvöldinu í að telja seðla á Íslandi

Bardagakappinn Floyd Mayweather nýtur lífsins á Íslandi. Kvöldið hans fór í að telja seðla.

Bardagakappinn Floyd Mayweather er staddur á Íslandi en hann sagði frá því á Instagram í gær að förinni væri heitið til Íslands. Í dag naut hann lífsins í Bláa Lóninu og varði svo kvöldinu í að telja seðla.

„Lífið snýst um að upplifa mismunandi hluti. Svo ég ákvað að fara að skoða Ísland,“ skrifaði Mayweather m.a. við myndband sem hann deildi á Instagram í morgun. Hann sagði landið vera þekkt fyrir heita hveri og þess vegna væri tilvalið að byrja Íslandsheimsóknina á að fara í Bláa Lónið. Svo birti hann mynd af sér í lóninu með kísilmaska í andlitinu.

Kvöldinu virðist hann svo hafa varið í að telja seðla en Mayweather hefur það gott fjárhagslega og er metinn á um 700 milljónir dollara. Hann birti mynd af sér á Instagram í kvöld sem tekin er á hóteli Bláa Lónsins, á myndinni stillir hann sér upp umvafinn seðlabúntum.

View this post on Instagram

#BlueLagoon #Iceland

A post shared by Floyd Mayweather (@floydmayweather) on

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Innlent

fyrir 13 tímum

Alls ekkert fyrir aumingja

Lesa meira

Innlent

fyrir 15 tímum

Hægfara umbætur

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is