Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Íslenskir þjálfarar eiga sviðið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenskir handboltaþjálfarar eru greinilega í miklum metum á alþjóðavettvangi og á HM í ár verður sú einstaka staða uppi að fimm íslenskir þjálfarar munu leiða lið sín út á völlinn í Danmörku og Þýskalandi.

Guðmundur Þór Guðmundsson mun að sjálfsögðu stýra íslenska liðinu en hann náði einnig því afreki að koma liði Barein á HM með því að ná öðru sæti á Asíuleikunum. Hann hætti með Barein til að taka við íslenska liðinu en forsvarsmenn handboltasambandsins þar í landi voru greinilega hæstánægðir með íslensku áhrifin og réðu Aron Kristjánsson til að koma í hans stað. Aron þjálfaði áður lið Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni.

Dagur Sigurðsson verður í eldlínunni með japanska liðið sem hann tók við árið 2017 og Patrekur Jóhannesson með það austurríska sem hann hefur þjálfað frá árinu 2011. Hann er nú þjálfari Selfoss en mun í sumar taka við danska stórliðinu Skjern. Loks mun Kristján Andrésson, nýkjörinn þjálfari ársins, stýra landsliði Svíþjóðar. Hann hefur náð virkilega góðum árangri með Svíana og komst óvænt í úrslitaleikinn á EM í Króatíu þar sem liðið beið lægri hlut fyrir Spáni í úrslitaleik.

Árið 2015 voru íslensku þjálfararnir fjórir talsins. Aron þjálfaði þá íslenska liðið, Dagur stýrði þýska liðinu, Guðmundur því danska og Patrekur sem fyrr með Austurríki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -