Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Kemur trúarbrögðum ekkert við

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nazima Kristín Tamimi er íslenskur múslimi sem hefur alist upp við það að fjölskylda hennar verði fyrir barðinu á hatursumræðu. Spurð hvað henni finnist um þessa umræðu sem hefur verið í gangi í sambandi við Eurovision í Ísrael, þar sem málinu er stillt upp sem átökum milli allra múslima og allra gyðinga, segir Nazima að það sé auðvitað ekkert vit í þeirri umræðu.

„Þetta ástand í Palestínu kemur trúarbrögðum ekkert við,“ segir Nazima en hún er ásamt Jessicu LoMonaco sem er af gyðingaættum í viðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs. „Þetta er mestmegnis pólitískt mál. Það er síonistastefna Ísraelsstjórnar sem er eitthvað athugavert við, ekki gyðingdómur sem slíkur. Það er algjörlega fáránlegt að draga alla gyðinga inn í þá umræðu, hvað þá alla múslima.“

Faðir Nazimu, Salman Tamimi, hefur verið ötull talsmaður múslima á Íslandi í áraraðir og oft verið dreginn persónulega inn í hatursorðræðu um múslima, hvernig hefur verið að alast upp við það?
„Það er mjög skrítin nálgun að gera fólk persónulega ábyrgt fyrir voðaverkum fólks af sömu trú annars staðar í heiminum,“ segir Nazima. „Ég áttaði mig hins vegar fljótt á því að það var í alvörunni til fólk sem var á móti múslimum sem slíkum, án neinnar ástæðu. Sem barni fannst mér mjög fjarlægt að þessu hatri væri beint að mínum hópi og algjörlega óskiljanlegt hvernig fólk fór að því að tengja þessi hryðjuverk við okkar fjölskyldu. Ég skil það ekki ennþá.“

Nazima á föðurfjölskyldu sína í Palestínu og hefur oft dvalið þar og þekkir ástandið af eigin raun. Hún segir engan sem kemur til landsins sem ferðamaður geta dæmt um þau áhrif sem hernámið hafi á íbúana.
„Það er auðvitað miklu erfiðara fyrir mig að vera þarna heldur en þennan venjulega túrista sem ferðast til Ísraels. Um leið og maður ætlar að fara yfir á Vesturbakkann sem Palestínubúi er maður stoppaður og það er leitað á manni og kannski er þér ekki hleypt í gegn. Það er daglegt líf fyrir íbúana þarna.“

Viðtalið í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -