Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Miðflokkurinn uppfullur af hættulegum mini-Trumpum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leiðarahöfundur Fréttablaðsins segir hættuleg öfl á sveimi í íslensku þjóðfélagi og rekur þau flest til Miðflokksins.

„Hættuleg ölf eru á sveimi í íslensku þjóðfélagi og opinbera sig hvað eftir annað,“ segir í upphafsorðum leiðara Kolbrúnar Bergþórsdóttur. Tilefnið er að gagnrýni á tillögu Íslands sem samþykkt var í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, þar sem krafist var rannsóknar á aftökum án dóms og laga í Filippseyjum.

Kolbrún segir að fyrirfram hefði mátt ætla að óhugsandi væri að einstaklingar hér á landi „tækju sér stöðu með stjórnvöldum sem hafa þá markvissu stefnu að myrða þegna sína“. En hið ótrúlega hafi gerst og það sé uggvænlegt að vita af einstaklingum sem hlaupa í vörn fyrir forseta Filippseyja.

Einn stjórnmálaflokka landsins, Miðflokkurinn, er eins og snýttur út úr nösinni á Trump.

Kolbrún minnist einnig á Donald Trump í leiðara sínum. Hann hafi í embætti hatast við alla minnihlutahópa og nýleg ummæli hans um hörundsdökkar þingkonur hafi opinberað rasisma hans og magnað upp kynþáttahatur á meðal stuðningsmanna. Þar að auki beri stjórn hans ábyrgð á því að börn flóttamanna séu aðskilin frá foreldrum sínum við landamærin og þau látin aðhafast við ómannúðlegar aðstæður í sérstökum búðum. „Enginn einstaklingur með vott af siðferðiskennd ætti að geta afsakað slíkt en það vefst ekki fyrir einhverjum Íslendingum,“ skrifar Kolbrún og horfir þar sérstaklega til Miðflokksins.

„Einn stjórnmálaflokka landsins, Miðflokkurinn, er eins og snýttur út úr nösinni á Trump. Þar eru mini-Trumpar á svo að segja öllum póstum. Þar er þingmaður sem hleypur í vörn fyrir Duterte og þar er formaður sem nýlega gerði lítið úr hinni sænsku Gretu Thunberg í blaðagrein. Áherslur flokksins eru allar æði Trumps-legar. Hættuleg öfl eru á sveimi í íslensku þjóðfélagi og hreiðra um sig á ýmsum stöðum. Viðvörunarljósin blikka.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -