Miðvikudagur 13. nóvember, 2024
6.6 C
Reykjavik

Pétur Jóhann hélt að unnustan væri nethrekkur: Var viss um að þetta væri eitthvert rugl

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pétur Jóhann Sigfússon er landsþekktur eftir 20 ára galsafenginn feril. Hann segist alltaf kalla á smávegis athygli og vera svolítill bóndi í eðli sínu. Við fyrstu kynni hélt hann að unnustan væri nethrekkur en um helgina fagna þau 12 ára sambandsafmæli.

 

Í forsíðuviðtali við Mannlíf ræðir hann meðal annars uppeldisárin, starfsferilinn og ástina.

Pétur er trúlofaður Sigrúnu Halldórsdóttur en þau kynntust 2007. „Ég á eftir að giftast henni, við þurfum að finna daginn í það. Við kynntumst á Netinu, þegar Næturvaktin var nýbyrjuð í sýningu, á Myspace og hún bara sendi mér skilaboð þar hún Sigrún mín,“ segir Pétur og segir þau hafa talað saman þar til að byrja með, langt fram á nætur í marga daga og vikur.

Lesa má viðtalið í heild sinni hér.

„…á myndunum var hún alltof sæt til að vera eitthvað að tékka á mér.“

„Ég var svolítið tregur, ég treysti ekki Netinu og hélt að Sigrún væri bara einhver vörubílstjóri, eða þú veist, bara einhver karl með mynd af konu. Af því á myndunum var hún alltof sæt til að vera eitthvað að tékka á mér. Og ég var viss um að þetta væri eitthvert rugl. En svo kom tímapunkturinn þar sem við ákváðum að hittast og hittumst í fyrsta skipti bara heima hjá mér í kaffi og svo síðan leiddi bara eitt af öðru. Ég hélt hún væri bara eitthvað sturluð í hausnum sko, nei djók! sem við erum náttúrlega öll.“

Tólf árum seinna eru þau enn saman og stutt í afmælið þeirra segir Pétur, þann 7. október. Þau eiga hvort sína dótturina úr fyrri samböndum, báðar fæddar 1999 með níu daga millibili, og saman eiga þau son fæddan 2011.

- Auglýsing -

Lestu viðtalið við Pétur í heild sinni í nýjasta Mannlífi.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -